2 C
Hornafjörður
17. apríl 2025

Menningarhátíð Hornafjarðar

Föstudaginn 10. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum. Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkir voru afhent. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði.Sigurjón Andrésson bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hans að...

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Höfn.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur opinn fund á Höfn í Hornafirði í fyrramálið, föstudaginn 5. maí kl. 10:30 í Vöruhúsunu.  Fundurinn er öllum opinn og ber yfirskriftina Samtal við forsætisráðherra um sjálfbæra þróun.  Þetta er síðasti fundurinn sem ráðherra heldur í fundaröð sinni um landið til að heyra sjónarmið landsmanna vegna stefnumótunar fyrir Íslands um sjálfbæra þróun sem...

Sólsker ehf. vinnur til verðlauna

Þann 10. mars síðastliðinn á Hótel Natura var haldin Fagkeppni Meistarfélags kjötiðnaðarmanna. Ómar Fransson trillukarl og margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann þar til verðlauna fyrir vörur sínar. Alls voru 17 keppendur í sama flokki og  Ómar en hann fékk gullverðlaun fyrir grafinn lax og brons fyrir reyktan lax.

Hafið – nýr skemmtistaður opnar

Þann 12. ágúst opnaði barinn Hafið í gamla Kartöfluhúsinu á Hornafirði. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda en í vetur tók Skinney – Þinganes ákvörðun um að innrétta efri hæð Kartöfluhússins sem bar og skemmtistað. Bjarni Ólafur Stefánsson og Kristinn Þór Óskarsson héldu utan um verkefnið og fengu til liðs við sig arkitektinn Magneu Guðmundsdóttur og hönnuðinn Brynhildi Pálsdóttur...

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjána, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu...

Nýjustu færslurnar

Ströndin á Horni 1873

Gísli Sverrir Árnason Sjóslysanna miklu fyrir 150 árum minnstAðfaranótt 7. mars 1873 fórst fjöldi franskra fiskiskipa við Horn...