Kaffihús í Golfskálanum
Nú í byrjun sumars opnaði Cafe Tee í Golfskálanum við Silfurnesvöll. Þau sem reka kaffihúsið eru Arndís Lára Kolbrúnardóttir og sambýlismaður hennar Barði Barðason en þau komu til Hafnar fyrir um tveimur árum og líkar mjög vel hér. Þau höfðu alltaf haft kaffihúsa/bar draum og þegar þau sáu tækifærið að láta báða rætast létu þau slag standa. Kaffihúsið opnaði...
Starfsemi Fræðslunetsins
Fræðslunetið - símenntun á Suðurlandi er sjálfseignarstofnun í eigu fjölmargra félaga, sveitarfélaga og fyrirtækja á Suðurlandi. Á ári hverju fá á milli 1.200 - 1.400 manns á Suðurlandi einhverskonar fræðslu á vegum Fræðslunetsins.
Fræðslunetið sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Námsúrræðin eru af ýmsum toga; starfstengt nám og endurmenntun, námsleiðir sem gefa einingar á framhaldsskólastigi, nám...
Nýr framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands
Stjórn Háskólafélags Suðurlands ákvað á fundi sínum nýverið að ráða Ingunni Jónsdóttur sem framkvæmdastjóra félagsins en auglýst var eftir umsóknum í starfið í maí sl. Sigurður Sigursveinsson, sem gegnt hefur starfinu sl. 12 ár, lætur af störfum vegna aldurs. Ingunn er menntaður vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands sem og með MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík....
Sindri Örn og Vöruhúsið
Sindri Örn Elvarsson er forstöðumaður Vöruhússins. Þar getur fólk unnið að ýmsum föndurverkefnum með þeim tækjum og tólum sem þar eru að finna.Bæði grunnskólinn og framaldsskólinn nýta sér aðstöðuna til þess að vinna að skapandi verkefnum. Fab Lab er einnig opið fyrir almenning þegar ekki er kennsla í húsnæðinu.Markmið Sindra er fyrst og fremst að halda áfram...
Nafnasamkeppni
-Um höfuðstöðvar velferðarsviðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar að Víkurbraut 24
Efnt er til nafnasamkeppni meðal íbúa Sveitarfélagsins Hornafjörður um heiti á húsinu að Víkurbraut 24 þar sem nú eru höfuðstöðvar starfsemi velferðarsviðs, en húsnæðið hefur verið endurbætt m.t.t. starfsemi sviðsins. Þátttaka fer fram á heimasíðu sveitarfélagsins og er frestur til að skila inn hugmynd að...