HSU á Hornafirði og félagsþjónusta sveitarfélagsins hljóta styrk

0
753
Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum þeirra sem fengu styrk

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis­ráðherra veitti styrki til sjö gæðaverkefna í heilbrigðisþjónustunni, þann 24. janúar síðastliðinn. Gæðastyrkir hafa verið veittir árlega frá árinu 2001 en þeir eru fyrst og fremst hugsaðir til að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þeir ætlaðir sem hvatning og viðurkenning fyrir störf á þessu sviði.
Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á verkefni sem eru í samræmi við heilbrigðisstefnu til 2030 og/eða tengjast innleiðingu áætlunar Embættis landlæknis um gæðaþróun í heilbrigðisþjónustu 2019-2030.
Alls bárust heilbrigðisráðuneytinu 37 umsóknir um styrki vegna fjölbreyttra verkefna, en sjö verkefni fengu styrk að upphæð 700 þús. hvert. Þar á meðal var Memaxi verkefni HSU á Hornafirði og félagsþjónustu Sveitarfélagsins Hornafjarðar sem ber heitið “Öflug samskipti í samþættri þjónustu með hjálp velferðartækni”. Við erum afar þakklát og full tilhlökkunar að efla þetta verkefni okkar enn frekar á komandi tímum. Styrkurinn eflir getu okkar til að halda áfram með verkefnið.
Í gegnum Memaxi samþættum við samskipti og verkefnin sem þjónustuþeganum er veitt af hinum mismunandi þjónustuveitendum. Samþættingin fer ávallt í gegnum einstaklinginn – hann er hringiða Memaxi og allir aðrir tengjast þar inn og upplýsingar flæða svo á milli.