Ágætu íbúar

0
558
Skúli Ingólfsson 3 sæti, Gauti Árnason 1.sæti og Hjördís Edda Olgeirsdóttir 2. sæti.

Þakklæti og auðmýkt er okkur efst i huga.
Úrslit kosninga skiluðu okkur 3 fulltrúum í bæjarstjórn.
Ykkar stuðningur skiptir máli og viljum við sjálfstæðismenn í sveitarfélaginu Hornafirði þakka fyrir góðar ábendingar og að íbúar hafi gefið sér tíma til að mæta á viðburði og í spjall um málefni sveitarfélagsins okkar.
Kosningabaráttan hefur verið ótrúlega skemmtileg allt frá því að staðið var að könnun um röðun fólks á lista flokksins til kjördags 14.maí. Málefnaleg umræða var á sameiginlegum framboðsfundum um héraðið og fjöldi fólks er á öllum listum með góðar hugmyndir í þágu sveitarfélagsins.
Framtíðin er björt. Við hlökkum til að fylgja eftir þeim verkefnum sem framundan eru á næstu árum í góðri samvinnu bæjarfulltrúa, starfsmanna og íbúa.
Við viljum einnig þakka öllum þeim sem hafa aðstoðað á einn eða annan hátt.
Nýju bæjarfulltrúarnir hlakka til næstu 4 ára og að vinna fyrir Hornfirðinga og samfélagið.
Sveitarfélagið Hornafjörður fyrir alla

Sjálfstæðisfélag Austur Skaftellinga