Fréttir úr Þrykkjunni
Í október mánuði og það sem af er nóvember hefur nóg verið að gera hjá ungmennum sem sækja Þrykkjuna félagsmiðstöð. Í október var haldið upp á hrekkjavökuna aldursskipt. Tess Rivarola starfsmaður Þrykkjunnar föndraði með yngri hópnum í 5.-7. bekk grímur og ákveðið var út frá því að hafa samband við foreldra og íbúa Hornafjarðar til að fá...
Jólakveðja frá félagi eldri hornfirðinga
Kæru félagar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs viljum við þakka góðar stundir á árinu. Starfsemin hefur verið blómleg í ár t.d. þorrablót, farið í frábæra ferð á Mýrarnar í vor og nýlega var velheppnuð jólasamvera á “Heppu” hvar mættu 103 félagar. Við viljum líka þakka þeim sem komið hafa að starfinu...
Forsætisráðherra heimsækir Höfn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd á Höfn föstudaginn 5. maí. Ástæða heimsóknarinnar var til þess að funda með Hornfirðingum um Sjálfbært Ísland. Fundurinn sem var haldinn í Vöruhúsinu var bæði vel sóttur og vel heppnaður. Hér í Hornafirði er unnið af fullum krafti af því að innleiða stefnuna Hornafjörður náttúrulega sem byggir einmitt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna...
Opnun fræðslustígs og ljósmyndasýningar við Jökulsárlón
Þann 3. júlí s.l. var fræðslustígur opnaður við Jökulsárlón. Verkefnið var styrkt af vinum Vatnajökuls og var unnið af starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs ásamt vísindamönnum, bæði hér í heimabyggð og annars staðar frá. Fræðslustígurinn samanstendur af 7 skiltum sem fjalla um náttúru, dýralíf, og landslag svæðisins. Áttunda skiltið er væntanlegt síðar.
Við sama tilefni var opnuð ljósmyndasýning með myndum Ragnars...
Skiptiblómamarkaður
Þó það sé rigning úti þá er sól og sumar í hjörtum allra þeirra sem eiga leið á bókasafnið þessa vikuna. Bæjarbúar keppast við að gefa frá sér sín fegurstu blóm til þess að gleðja allt og alla. Markaðurinn virkar þannig að fólk kemur með plöntur, blóm og afleggjara og svo geta allir komið og nælt sér...