Viltu vera Gleðigjafi?
Þegar haustar þá fara söngfuglarnir á stjá, og eru Gleðgjafar þar engin undantekning. Vart þarf að kynna hópinn, hann hefur tekið fullan þátt í menningarlífi/sönglífi staðarins. Innanborðs eru þetta hátt á þriðja tug söngmanna, en alltaf verða skil af og til. Síðasta starfsár var mjög fjölbreytt og sungum við víða og stefnum á að halda góðum dampi...
Málfríður malar, 8. júní
Mikið er lífið dásamlegt þessa dagana. Gott veður og sól dag eftir dag veldur því að það er hreinlega ekki hægt að vera neikvæður, í það minnsta kosti ekki fyrr en það fer að rigna. Njótum því að dást að iðandi mannlífinu hér á Höfn hvort sem það er ferðafólk eða heimafólk. Sveitarfélagið okkar er aldrei fallegra...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 11. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar þess. Alls voru 20 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram...
Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu
Þann 22. nóvember síðastliðin voru stofnuð Umhverfissamtök Austur-Skaftafellssýslu. Tilgangur samtakanna er að vera sameiginlegur vettvangur áhugasamra einstaklinga um umhverfisvænan lífstíl, minni neyslu og sóun, endurnýtingu, og nýsköpun. Samtökin hyggjast standa fyrir vitundarvakningu meðal almennings, jafningjafræðslu og viðburðum tengdum umhverfismálum í sveitarfélaginu.
Þrátt fyrir tilfærslu á tímasetningu og frekar slæmt veður var góð mæting. Um 30 manns komu og hlýddu á...
Næturútvarp í Svavarsafn
Næsti listamaður sem sýnir í Svavarssafni er Ásta Fanney Sigurðardóttir. Verk hennar eru ekki bara bundin við striga eða rými heldur vinnur hún frjálst með tóna, hljóð, orð og gjörninga í verkum sínum. Meðal verka í þeim anda eru verkin Lunar-10.13&Gáta Nórensu sem hún sýndi á listahátíð í Reykjavík, en Ásta Fanney hefur m.a. sýnt verk sín...