Starfsemi Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu
Starfstímabil þessarar stjórnar FASK var stutt eða tæpir fimm mánuðir, frá 3. september 2020 til 25. janúar 2021, en engu að síður viðburðaríkt tímabil. Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi FASK 3. september 2020, í stjórn voru kosin Haukur Ingi Einarsson, Bergþóra Ágústsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ágúst Elvarsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og til vara var Anna María Kristjánsdóttir...
Hljómsveitin Ómland gefur út sitt fyrsta lag
Þórdísi Imsland þarf ekki að kynna fyrir Hornfirðingum en hún er fædd og uppalin á Höfn og hún tók þátt í hæfileikakeppninni The Voice Ísland með góðum árangri. Þórdís er nú hluti af hljómsveitinni Ómland, en ásamt henni eru Rósa Björg Ómarsdóttir og Helgi Reynir Jónsson en þau kynntust öll við gerð The Voice Ísland og hafa...
Stafafellskirkja – hið fegursta hús
Í ár eru liðin 150 ár frá því að núverandi kirkja í Stafafelli var vígð. Áður var þar torfkirkja en Stefán Jónsson frá Hlíð segir svo frá; „Eftir kristnitökuna mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli ekki löngu síðar. Kirkjan var helguð Maríu mey, því kölluð Maríukirkja. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru frá 1201, þá syngur Guðmundur biskup góði...
Íbúafundur um almannavarnir vegna sprungu í Svínafellsheiði
Haustið 2014 fannst sprunga ofan Svínafellsjökuls, í norðanverðri hlíðinni milli Skarðatinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. Hlíðin á þessum stað er brött og rís um 400 m yfir yfirborð jökulsins. Vorið 2018 uppgötvaðist önnur sprunga sem liggur skáhallt niður vesturhlíð Svínafellsheiðar. Líklegt þykir að þessar sprungur tengist og að þær séu mögulega hluti af sömu sprungunni í...
Golfmót Sindra 2023
Golfmót Knattspyrnudeildar Sindra og Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið laugardaginn 23. september í góðu haustveðri. Þátttakan var góð þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks en um var að ræða Texas scramble fyrirkomulag þar sem tveir þátttakendur spila saman. Vinningar voru fjölmargir og hver öðrum glæsilegri. Keppnin var ansi jöfn en niðurstaðan var þessi: