Forsætisráðherra heimsækir Höfn

0
220

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var stödd á Höfn föstudaginn 5. maí. Ástæða heimsóknarinnar var til þess að funda með Hornfirðingum um Sjálfbært Ísland. Fundurinn sem var haldinn í Vöruhúsinu var bæði vel sóttur og vel heppnaður. Hér í Hornafirði er unnið af fullum krafti af því að innleiða stefnuna Hornafjörður náttúrulega sem byggir einmitt á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og það er óhætt að segja að hér er fólk barmafullt af hugmyndum og innblæstri. Katrín heimsótti líka Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnadeildina Framtíðina og fræddist um þeirra starf. Eftir fundarhöld morgunsins var Katrín og hennar teymi í fjarvinnu í Ráðhúsinu þangað til þau flugu suður seinnipartinn.