Unglingalandsmót UMFÍ
Það fór sennilega framhjá fæstum að Unglingalandsmót UMFÍ fór fram hér á Höfn um verslunarmannahelgina. Um það bil þúsund keppendur tóku þátt og má reikna með að um 4-5 þúsund manns hafi verið í bænum vegna mótsins. Keppt var í hinum ýmsu greinum og alls voru 21 grein í boði. Metþátttaka var í greinum á borð...
Golfklúbbur Hornafjarðar Austurlandsmeistarar 2020
Sveitakeppni Austurlands í golfi fór fram á Grænanesvelli á Norðfirði helgina 25.-26. júlí en allir sex klúbbar Austurlands sendu sveit í keppnina. Dregið var í riðla á fimmtudeginum og lenti Golfklúbbur Hornafjarðar í riðli með Golfklúbbi Seyðisfjarðar og Golfklúbbi Byggðarholts. Eftir langan laugardag hafði GHH sigur í riðlinum og komst í úrslit á sunnudeginum á móti Golfklúbbi...
Málfríður malar. 18 maí
Jiii í dag ætla ég að hrósa, það gerist ekkert mjög oft en ef einhver á það skilið þá hrósa ég svona endrum og eins. Ég ætla að hrósa þessari smörtu umgjörð eða hönnun við ráðhúsið. Þetta er ekkert smá smart þessi hellulögn og ekki skemmir upphækkuð göngubrautin og með þessum sniðugu takka hellum! Það var kominn...
Starfsemi sveitarfélagsins skert á meðan Covid-19 faraldurinn gengur yfir
Sveitarfélagið Hornafjörður fer ekki varhluta af faraldrinum Covid-19 eins og flest önnur samfélög. Samkvæmt ráðleggingum sóttvarnarlæknis og Almannavarna hefur þurft að loka eða skerða þjónustu sveitarfélagsins. Ýmsum aðgerðum er beitt til að draga úr hraða og fjölda smita og til að vernda áhættuhópa. Þær stofnanir sem hafa skert þjónustu sína eru: Afgreiðsla Ráðhúss sveitarfélagsins verður lokuð....
Opnun á vinnustofu í Gamla sláturhúsinu
Þann 10. ágúst síðastliðin var opnun á vinnustofu Evu Bjarnadóttur og Peters Ålander í Gamla Sláturhúsinu á Fagurhólsmýri í Öræfum.
Opnunin var gjörningur þar sem tímarnir fengu að mætast. Eva og Peter tóku við gömlu sláturhúsi Öræfinga, byggðu 1958, sem hafði staðið yfirgefið síðan vinnsla hætti.
Tökum við yfir húsið eða húsið yfir okkur?
Ýmsir munir voru til sýnis frá tímum slátrunar...