Mikilvægi menntunar í ferðaþjónustu til að auka verðmætasköpun í framtíðinni
Þrátt fyrir að verulegur samdráttur ríki nú í ferðaþjónustu og að horfurnar séu neikvæðar til skamms tíma, er mikilvægt að sjá tækifæri í þeirri stöðu sem virðist við fyrstu sýn nokkuð vonlaus. Við í Austur-Skaftafellssýslu verðum að endurmeta styrkleika okkar og nýta möguleikana sem til staðar eru innan héraðsins sem leynist í náttúru svæðisins og fólkinu...
Topphóll séður með augum sjálfbærni
Steinarnir talaÍ síðasta mánuði var mikil fjölmiðlaumræða um álfakirkuna í Topphól í Hornafirði. Ekki virðist vera hægt að bjarga stuðlabergshólnum því nýr vegur mun liggja yfir hólinn og verður hann sprengdur í loft upp.
Bæjarstjórn Hornafjarðar harmar ákvörðun Vegagerðarinnar enda hefur hann mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga Hornfirðinga og ferðamenn. Trú á álfa, huldufólk...
Kiwanis og aðventan
Nú er langt liðið á aðventu en hún er jafnan einn annamesti tími í kiwanisstarfinu þar sem klúbbar landsins eru með sínar stærstu fjáraflanir á þessum tíma. Það er margt sem klúbbar gera til að afla fjár t.d. að selja jólatré, jólasælgæti eða kerti. Þegar líða fer að aðventu fara klúbbfélagar í Ós að huga að skógarhöggi...
Lokahóf Golfklúbbs Hornafjarðar
Lokamótin í mótaröð Medial og Prósjoppunnar voru haldin á laugardaginn og þá var jafnframt lokahóf GHH í Skálanum. Enginn fór tómhentur heim og voru þeir sem ekki fengu verðlaun dregnir út svo allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. Þá voru veittar viðurkenningar fyrir sumarið. Róbert Marvin Gunnarsson og Halldór Sævar Birgisson fóru báðir holu í...