Hornafjörður Heilsueflandi samfélag
Vikuna 1. – 9. júní héldum við „Okkar eigin Hreyfiviku“ þar sem ýmsar tegundir hreyfingar voru kynntar. Þann 1. júní var kynning á hlaupaíþróttinni sem Helga Árnadóttir sá um. Veðrið var upp á sitt versta þennan dag, en ein manneskja mætti þó til Helgu og þar sem þetta voru jaxlar þá hlupu þær samt sem áður 4,5 km. Þann...
Saga Sindra
Út er komin bókin Félag
unga fólksins – Saga Ungmennafélagsins Sindra 1934-1966, eftir
Hornfirðinginn, sagnfræðinginn og Sindramanninn Arnþór Gunnarsson.
Saga Sindra ber vott um
drifkraft og áræðni. Á fundum fluttu félagsmenn fræðandi erindi, rökræddu
hugðarefni sín og gerðu sér glaðan dag, Félagið gaf út handskrifað blað, efndi
til skemmtiferða, hélt sund- og íþróttanámskeið og starfrækti unglingaskóla í
tvo vetur....
Matarvagninn Sweet & Savory opnaður
Síðastliðinn mánudag var opnaður nýr matarvagn á Höfn, Sweet & Savory og er boðið upp á Crepes. Það er ungt par frá Tékkóslóvakíu sem rekur vagninn, þau Ladislav og Martina. Þau komu fyrir nokkrum árum til Íslands og bjuggu í Suðursveit til að byrja með en hafa búið núna á Höfn í næstum tvö ár. Þau kunna...
OMNOM í Ríki Vatnajökuls
Í sumar ætla veitingaaðilar Ríkis Vatnajökuls að bjóða
matgæðingum og súkkulaðiunnendum í sannkallað
súkkulaðiferðalag þar sem að þeir bjóða upp á súkkulaðirétti
úr hágæða súkkulaði frá Omnom. Þar má finna girnilega
rétti á borð við súkkulaðitartar, ferska sítrónuystingsköku,
heimagerðan ís og svo mætti lengi telja.
Ríki Vatnajökuls hvetur Hornfirðinga og nærsveitunga til
að bjóða bragðlaukunum í ferðalag og bragða á ljúffengum
Omnom réttum víðsvegar um...
Plastlaus september 2020- Breytum til hins betra
Árvekniátakið Plastlaus september er nú í fullum gangi fjórða árið í röð. Vegna samkomutakmarkana hefur Plastlaus september einbeitt sér að því að miðla upplýsingum og hvatningu til fólks með rafrænum hætti og hefur það fengið afar góðar undirtektir. Sem dæmi má nefna veggspjaldið “30 leiðir til að minnka plastið” sem hefur fengið góða dreifingu á samfélagsmiðlum.
Í...