Nýheimar fögnuðu 20 ára afmæli
Laugardaginn 27. ágúst sl. var 20 ára afmæli Nýheima haldið hátíðlegt. Haldin voru nokkur erindi af tilefninu, Gísli Sverrir Árnason, fyrrv. formaður byggingarnefndar Nýheima tók til máls ásamt Eyjólfi Guðmundssyni fyrrv. skólameista FAS og einnig bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, Sigurjón Andrésson. Kynnir var Ragnhildur Jónsdóttir. Mikið var um að vera í húsinu, Náttúrustofa Suðausturlands sýndi frá starfi sínum...
Íbúakosningar um samþykkt aðal- og deiliskipulag í Innbæ
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur verið að undirbúa kosningar í samræmi við 108 gr. sveitarstjórnarlaga frá því í september 2021 í kjölfar þess að íbúar í sveitarfélaginu óskuðu eftir heimild til að safna undirskriftalista um að samþykkt bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Hornafjarðar um breytingar á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag í Innbæ yrði sett í íbúakosningu. Bæjarráð samþykkti erindið um fyrirhugaða undirskriftasöfnun...
Jákvæð heilsa og verðmætamat
Eflaust er það einstaklingsbundið hvað hver og einn telur til verðmæta. Lengst af hafa samfélög mannanna verið drifin áfram af þeim hvata að allt þurfi að aukast, vaxa og margfaldast, þannig verði verðmætin til. Til að fylgjast með gangi mála við verðmætasköpunina mælum við t.d. verga landsframleiðslu og hagvöxt. Við mælum afköst, framleiðni og árangur og oftar...
Rithöfundakvöld 2023
Nú er komið að hinu geisivinsæla rithöfundakvöldi Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar en í ár fer viðburðinn fram miðvikudaginn 29.nóvember kl.20 í Nýheimum.
Nú fáum við til okkar hvorki meira né minna en 6 rithöfunda sem allir gefa út bók fyrir þessi jólin. Bækurnar eru fjölbreyttar og allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Mikil menningarhelgi framundan
Eftir velheppnaða Vírdóshelgi verður ekkert lát á tónleikum í haust. Helgin 6.-8. október verður viðburðarrík.
Föstudagskvöldið 6. október mun hljómsveitin Reykjavík smooth jazz band spila á Hótel Höfn en þar um borð er einn af eigendum hótelsins Ólafur Steinarsson ásamt félögum sínum en þeir spila “jazz rock crossover”. Meðlimir sveitarinnar eru: Guðlaugur Þorleifsson trommur, Cetin Gaglar slagverk, Árni Steingrímsson gítar,...