Stafafellskirkja – hið fegursta hús
Í ár eru liðin 150 ár frá því að núverandi kirkja í Stafafelli var vígð. Áður var þar torfkirkja en Stefán Jónsson frá Hlíð segir svo frá; „Eftir kristnitökuna mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli ekki löngu síðar. Kirkjan var helguð Maríu mey, því kölluð Maríukirkja. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru frá 1201, þá syngur Guðmundur biskup góði...
Hafnarhittingur
Í nútímasamfélagi þar sem töluvert er um streitu, þunglyndi, kvíða og félagslega einangrun er mikilvægt að hlúa að aðstæðum sem vinna gegn þessum þáttum. Fjölskyldan og góð félagsleg tengsl er það sem hefur hvað mest vægi til að vinna gegn þessum neikvæðu þáttum. Hafnarhittingur er framlag nemenda og starfsmanna Grunnskólans til að styrkja fjölskylduna, styrkja félagsleg tengsl og bæta...
Þorgeirslundur
Lionsklúbbur Hornafjarðar hefur undanfarnar vikur unnið að uppsetningu söguskilta í Þorgeirslundi þar sem hægt er að fræðast um tilurð lundsins og þá áhugaverðu sögu sem þar er, eins og Braggahverfið og hlutverk staðarins í seinni heimstyrjöldinni. Einnig hafa þeir sett upp bekki og borð með það að markmiði að þarna geti orðið góður og fjölskylduvænn fólkvangur fyrir Hornfirðinga að...
Hvatning mikilvæg og langar að hjálpa fólki í framtíðinni
Hvatning mikilvæg til að ná árangri Að mínu mati skiptir hvatning heima fyrir miklu máli. Það að foreldrar eða aðrir aðstandendur sýni náminu einhvern áhuga og hvetji börn sín til dáða. Einnig þarf fólk að finna hvað hentar þeim og hversu mikið nám þau höndla. Sumir þurfa að vera í rútínu og vera í tímum allan daginn en aðrir...
Skilaboð frá krökkunum til ökumanna
Nú er nýafstaðin umferðarvika, 4. til 9. september, í leikskólanum Sjónarhól. Unnu krakkarnir þar samviskulega að verkefnum tengdum umferðaröryggi auk þess sem lögreglan kíkti í heimsókn. Þá könnuðu krakkarnir bílbeltanotkun á gatnamótum Hafnar- og Víkurbrautar. Kom sú könnun ekki nægilega vel út að þeirra mati og vilja krakkarnir beina því til ökumanna og farþega í bifreiðum að nota bílbelti....