Þorgeirslundur

0
1641

Lionsklúbbur Hornafjarðar hefur undanfarnar vikur unnið að uppsetningu söguskilta í Þorgeirslundi þar sem hægt er að fræðast um tilurð lundsins og þá áhugaverðu sögu sem þar er, eins og Braggahverfið og hlutverk staðarins í seinni heimstyrjöldinni. Einnig hafa þeir sett upp bekki og borð með það að markmiði að þarna geti orðið góður og fjölskylduvænn fólkvangur fyrir Hornfirðinga að njóta. Stefnt er að frekari uppbyggingu á svæðinu, útigrill og fleiri borð og bekki og jafnvel útsýnisskífu upp á hólnum þar sem sést vel til fjalla. Búið er að útbúa bílastæði sunnan við lundinn og er ætlast til fólk gangi þeim megin inn í garðinn og auðvelt er að hjóla með alla fjölskylduna í lundinn. Þetta er frábært framtak hjá Lionsklúbbnum og er það þeirra von að Hornfirðingar taki breytingum á Þorgeirslundi vel og nýti sér það sem hann hefur upp á að bjóða.