Opinn sjóndeildarhringur er verðmæti sem við verðum að varðveita
Bjarki Bragason er listamaður sem er Hornfirðingum góðkunnugur. Árið 2021 sýndi hann á Svavarssafni sýninguna Samtímis, en það var samstarfsverkefni með listasafni ASÍ. Á þeirri sýningu skoðaði Bjarki m.a. trjáleifar sem fundust við rætur Breiðamerkurjökuls. Bráðnun jökulsins sem hefur leitt í ljós fornar plöntuleifar hafa verið Bjarka mjög hugleiknar en hann tók þátt í leiðangri með náttúrustofu...
Fermingarminning Guðbjargar Sigurðardóttur
Fermingin mín fór fram 17.maí árið 1964 í Kálfafellskirkju í Suðursveit við vorum tvö fermingarsystkini sem fermdumst þennan dag. Ég var í ljósbláum fermingarkjól sem móðir mín saumaði á mig og hælaskóm. Á þeim tíma mátti maður fyrst fara í hælaskó á fermingunni, ég fékk þá nokkrum dögum áður til þess að æfa mig í að ganga...
Þegar barn kemur í heiminn
Kvenfélagið Vaka hefur starfað frá árinu 1945, en það var stofnað það ár á sjálfan konudaginn 18.febrúar og erum við því að hefja 79. starfsár félagsins. Tilgangur félagsins frá upphafi er að sporna gegn einangrun kvenna og styrkja samfélagið. Þetta hefur í grunninn ekki breyst í áranna rás, þótt einstök verkefni og samsetning samfélagsins hafi breyst. Félagið...
Brasilísk að uppruna en íslendingar í hjartanu
Að flytja til nýs lands er merkileg lífsreynsla, það felur í sér að skilja eftir hið kunnuglega og umfaðma hið óþekkta. Eystrahorn settist niður með Luiz Carlos da Silva og Alessandra Kehl sem fluttu til Íslands frá Brasilíu og hafa búið á Hornafirði í áratug. Luiz starfar sem tónlistarkennari við Tónskóla A-Skaft og Alessandra starfar á hjúkrunarheimilinu....
Húsmæðraorlof 2023
Dagana 21.-23. apríl fórum við allmargar konur úr Hornafirði í lúxusferð til Vestmannaeyja. Þetta var svokallað húsmæðraorlof sem á sér langa sögu. Brunað var á nokkrum bílum uppúr klukkan átta á föstudagsmorgni og ekið sem leið liggur að Suðurvík þar sem var stoppað og borðaður hádegismatur. Við fórum þennan dag í dásemdarveðri sem lék við okkur allan...