Birkiskógurinn á Skeiðarársandi
Þeir sem fara reglulega um Skeiðarársand hafa líklegast tekið þar eftir töluverðum breytingum. Mest áberandi eru birkitrén sem mynda nú nær samfellda breiðu um miðbik sandsins. Frá 2009 hefur verið farið með nemendahópa á sandinn til að fylgjast með framvindu gróðursins og framkvæma ýmsar mælingar en FAS vaktar þar fimm gróðurreiti. Það eru staðnemendur í áfanganum „Inngangur...
Opinn sjóndeildarhringur er verðmæti sem við verðum að varðveita
Bjarki Bragason er listamaður sem er Hornfirðingum góðkunnugur. Árið 2021 sýndi hann á Svavarssafni sýninguna Samtímis, en það var samstarfsverkefni með listasafni ASÍ. Á þeirri sýningu skoðaði Bjarki m.a. trjáleifar sem fundust við rætur Breiðamerkurjökuls. Bráðnun jökulsins sem hefur leitt í ljós fornar plöntuleifar hafa verið Bjarka mjög hugleiknar en hann tók þátt í leiðangri með náttúrustofu...
Oddný á Gerði og aðrar rismiklar og líflegar kerlingar 19. aldar
Haustþing Þórbergsseturs verður haldið laugardaginn 4. nóvember og hefst kl 11:00 um morguninn. Eins og yfirskrift málþingsins ber með sér verður fjallað um konur á 19. öld, þar sem Oddný á Gerði (1821-1917) verður fremst í flokki.
Þeir Þórbergur og Steinþór Þórðarsynir gerðu hana ódauðlega með skrifum sínum og aðdáun á gáfum hennar og...
Húsfyllir á afmælishátíð Svavars Guðnasonar
Haldin var hátíð í tilefni 113 ára afmælis Svavars Guðnasonar föstudaginn 18.nóvember í fyrsta sinn eftir Covid. Áður en vírusinn takmarkaði skemmtanahald voru oft haldnir tónleikar í safninu á afmælisdegi hans, en nú hefur sú hefð verið enduruppvakin, og spilaði Ekrubandið inn í listasalnum við mikinn fögnuð gesta. Eftir tónleikana vísaði safnvörður fólki um ráðhúsið og sagði...
DANSINN LENGIR LÍFIÐ
Listakonan Ragnheiður Sigurðardóttir Bjarnason er búin að vera dansari eins lengi og hún man eftir sér. Ferðalagið byrjaði við fjögurra ára aldurinn í Balletskóla Eddu Scheving og hélt áfram upp í háskóla þar sem hún menntaði sig í samtímadansi. Síðastliðin ár hefur Ragnheiður hvílt dansskóna á meðan hún hefur snúið sér meira að myndlist og gjörningum. Hún...