Vel heppnaðri tónlistarhátíð lokið
Um helgina fór fram fyrsta tónlistarhátíðin Vírdós, sem er hátíð óvenjulegra hljóðfæra en þar var boðið upp á ýmsa viðburði tengt tónlist og hljóðfærasmíði.
Það hafði blundað í mér lengi að búa til tónlistarhátíð á Hornfirði sem hefði ákveðið þema eins og Hammondhátíð á Djúpavogi. Með tilkomu Fab Lab smiðjunnar varð til ákveðin þekking í að búa til ýmis skrítin...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 13. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 28 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...
Opinn sjóndeildarhringur er verðmæti sem við verðum að varðveita
Bjarki Bragason er listamaður sem er Hornfirðingum góðkunnugur. Árið 2021 sýndi hann á Svavarssafni sýninguna Samtímis, en það var samstarfsverkefni með listasafni ASÍ. Á þeirri sýningu skoðaði Bjarki m.a. trjáleifar sem fundust við rætur Breiðamerkurjökuls. Bráðnun jökulsins sem hefur leitt í ljós fornar plöntuleifar hafa verið Bjarka mjög hugleiknar en hann tók þátt í leiðangri með náttúrustofu...
Vorhátíð FAS
Þann 9. maí síðastliðinn opnaði Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu dyrnar fyrir Hornfirðingum og bauð til Vorhátíðar. Til sýnis á hátíðinni voru verkefni nemenda sem unnin voru á liðnu skólaári og var þeim raðað eftir áföngum inn í skólastofur. Gátu þá gestir gengið á milli stofa og virt fyrir sér afrakstur skólaársins í máli og myndum
Útgáfutónleikar hjá Mókrókum
Tríóið Mókrókar efnir til útgáfutónleika þann 18. júlí í tilefni af útgáfu á sinni fyrstu plötu, MÓK. Tónleikarnir verða í Hafnarkirkju og hefjast þeir kl. 17:00. Miðaverð er 2500kr.
Platan MÓK samanstendur af tónsmíðum eftir meðlimi sveitarinnar. Platan var tekin upp í maí 2019 og kom út í byrjun mars 2020. Tónlist Mókróka má lýsa sem tilraunakenndum...