Menningarverðlaun, umhverfisviðurkenningar og styrkveitingar
Föstudaginn 8. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá fór fram afhending styrkja og viðurkenninga sveitarfélagsins í Nýheimum. Alls voru 25 styrkir veittir, það voru
styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði.
Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli hennar mikilvægi þess að koma saman og fagna fjölbreyttri...
Fjölþjóðaeldhús á Hafinu í annað sinn
Fjölþjóðaeldhús fór fram á Hafinu þann 24. september síðastliðinn og var þetta í annað sinn sem slíkt er haldið. Þemað að þessu sinni var pólsk matargerð og sáu þau Aleksandra Katarzyna, Kacper Swiercz, Jolanta Swiercz, Carmen Diljá Eyrúnardóttir og Joanna Skrzypkowska um matargerðina.
Einnig voru sýndar stuttmyndirnar “Druciane oprawki” eða Lopa tannhjól eftir Bartosz...
Tónleikar í sundlaugargarðinum
Menningarmiðstöð Hornafjarðar í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Suðurlands, Skinney-Þinganes, Þorstein Sigurbergsson ljósamann og Tjörva Óskarsson hélt Sundlaugarpartí sunnudagskvöldið 17. janúar. Þorsteinn útbjó lýsingu sem vann með vatnsflötinn, gufuna og ef segja má, skammdegið og ljósleysið. Staðarlistarmennirnir gímaldin og Subminimal spiluðu nokkur lög áður en dj. flugvél og geimskip kom og flutti stuðprógram sem endasenti áhorfendum um allan þekktan...
Fermingarminning Guðbjargar Sigurðardóttur
Fermingin mín fór fram 17.maí árið 1964 í Kálfafellskirkju í Suðursveit við vorum tvö fermingarsystkini sem fermdumst þennan dag. Ég var í ljósbláum fermingarkjól sem móðir mín saumaði á mig og hælaskóm. Á þeim tíma mátti maður fyrst fara í hælaskó á fermingunni, ég fékk þá nokkrum dögum áður til þess að æfa mig í að ganga...
Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga afstaðinn
Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn sl. sunnudag. Fram kom að starfið hefur gengið vel margt í boði til afþreyingar fyrir félagsmenn í fjölbreyttu félagsstarfi. Á fundinum var samþykkt endurnýjun á merki félagsins og ályktun um viðbyggingu við Skjólgarð svohljóðandi: Aðalfundur FeH fagnar því að stjórnvöld og sveitarfélagið hafa samþykkt byggingu á nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð. Það er von...