Tónleikar í sundlaugargarðinum

0
722
Dj flugvél og geimskip kom fram. Mynd: Tim Junge

Menningarmiðstöð Hornafjarðar í samvinnu við Uppbyggingarsjóð Suðurlands, Skinney-Þinganes, Þorstein Sigurbergsson ljósa­mann og Tjörva Óskarsson hélt Sundlaugarpartí sunnu­dagskvöldið 17. janúar. Þorsteinn útbjó lýsingu sem vann með vatnsflötinn, gufuna og ef segja má, skammdegið og ljósleysið. Staðar­listarmennirnir gímaldin og Subminimal spiluðu nokkur lög áður en dj. flugvél og geimskip kom og flutti stuðprógram sem endasenti áhorfendum um allan þekktan kosmós sem óþekktan, og las þeim gagnlegar lífsreglur og kenndi hamingjumöntrur.
Mætingin var stórfín og ekki annað að sjá en að krakkarnir hafi skemmt sér gríðarvel, og þau fullorðnu jafnvel líka.
Svo er bara næst að huga að stóru sumar-sundlaugarpartíi.
Fylgist með.

Myndirnar tók Tim Junge