Jákvæð heilsa og verðmætamat
Eflaust er það einstaklingsbundið hvað hver og einn telur til verðmæta. Lengst af hafa samfélög mannanna verið drifin áfram af þeim hvata að allt þurfi að aukast, vaxa og margfaldast, þannig verði verðmætin til. Til að fylgjast með gangi mála við verðmætasköpunina mælum við t.d. verga landsframleiðslu og hagvöxt. Við mælum afköst, framleiðni og árangur og oftar...
Hljómsveitin Fókus sigurvegarar Músíktilrauna
Það má með sanni segja að Hornfirðingar séu ríkir af hæfileikaríku ungu tónlistarfólki. Laugardaginn 1. apríl síðastliðinn áttu Hornfirðingar fulltrúa í tveimur stórum tónlistarkeppnum. Ísabella Tigist Feleksdóttir tók þátt í Söngvakeppni framhaldsskólanna fyrir hönd FAS þar sem hún flutti lagið all the pretty girls með Kaleo, Ísabella flutti lagið glæsilega og var FAS til mikils sóma. Rokkhljómsveitin...
Fjallaskíðamennska
Í síðustu viku lögðu nemendur í fjallamennskunáminu land undir fót og héldu á Tröllaskaga til að læra fjallaskíðamennsku. Fjallaskíðaáfanginn í náminu er kenndur í samstarfi við Menntaskólann á Tröllaskaga sem er á Ólafsfirði.
Til stóð að hefja ferðina á mánudegi en vegna slæms ferðaveðurs var brottför frestað um einn dag. Hópurinn fór því frá Höfn á þriðjudagsmorgun og var kominn...
Skiptiblómamarkaður
Þó það sé rigning úti þá er sól og sumar í hjörtum allra þeirra sem eiga leið á bókasafnið þessa vikuna. Bæjarbúar keppast við að gefa frá sér sín fegurstu blóm til þess að gleðja allt og alla. Markaðurinn virkar þannig að fólk kemur með plöntur, blóm og afleggjara og svo geta allir komið og nælt sér...
HALLDÓR ÓLAFSSON VINNUR VERÐLAUN FYRIRÞYNGSTA UNGNAUTIÐ
Halldór Ólafsson nautabóndi á Tjörn leggur mikið kapp á góða nautgriparækt. Hann velur nautkálfana sína af mikilli vandvirkni og á sínar uppáhalds kýr sem hann velur undan. Hann brennur fyrir nautin sín enda er hann mikill dýravinur. Nautgriparæktarfélag AusturSkaftafellssýslu hélt aðalfund á dögunum þar sem Halldóri voru veitt verðlaun fyrir þyngsta ungnautið í AusturSkaftafellssýslu. Nautið Gummi númer...