Gleðigjafar – kór eldri borgara
Nú er sumarið á enda og haustkaflinn tekur við…..o.sv.frv. Mig langar að minna á vetrarstarf Gleðigjafa, kórs eldri borgara, og hvetja fólk til að dusta af raddböndunum. Við höfum alltaf þörf fyrir söngfólk, og í almáttugs bænum ekki telja ykkur trú um að til að syngja með okkur þurfi þig að vera með háskólagráðu í söng!...
Vinninghafar Sumarlesturs
Vinningshafar í Sumarlestri 2021 eru Svanborg Rós Jónsdóttir og Þórður Breki Guðmundsson, og fengu þau úttektarnótu hjá Martölvunni.
Hér má sjá alla vinningshafana
Einnig voru verðlaunuð með bókargjöf: Stefán Birgir Bjarnason, Ingibjörg Matilda Arnarsdóttir, Hinrik Guðni Bjarnason, Sara Mekkín Birgisdóttir, Einar Björn Einarsson og Anna Herdís Sigurjónsdóttir. Sjáumst...
Hirðingjarnir styrkja starf Þrykkjunnar
Félagsmiðstöðin Þrykkjan er með starf fyrir unglingana í samfélaginu, þar sem þau geta komið og notið sín í umhverfi sem er tileinkað þeim. Þau geta spilað tölvuleiki saman, farið í fullt af leikjum bæði úti og inni, spilað borðspil og á hverri opnun er einnig einhver skipulögð dagskrá sem þau geta tekið þátt í. Með því erum...
Skemmtifélagið semur við Hafið
Á dögunum var gert samkomulag milli Hornfirska Skemmtifélagsins og Hafsins að
16. sýning Skemmtifélagsins, One Hit Wonders, verði á Hafinu í Kartöfluhúsinu.
Salurinn er stærri og tekur því fleiri í sæti. Þess vegna verða sýningarnar þrjár í stað fimm. Sýningardagarnir verða 7., 14. og 21. október. Miðapantanir fara fram í gegnum tölvupóstfangið kartofluhusid@gmail.com.
Hornfirska Skemmtifélagið vill nýta tækifærið og þakka Hótel Höfn...
Viðbót við söguskilti í Öræfum
Í ágúst í fyrra voru afhjúpuð tvö söguskilti við áningastað vestan við Kvíá í Öræfum, annað um strand togarans Clyne Castle og hitt um skipströnd í Öræfum. Nú hafa margir Öræfingar og fleiri sem þar eiga leið hjá velt fyrir sér hvaða hlut sé búið að koma upp við skiltin. Þessi hlutur er spilið úr togaranum Clyne...