Hvítur, hvítur dagur sópar til sín verðlaunum
Edduverðlaunin 2020, uppskeruhátíð íslenska sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins, voru veitt í sjónvarpsþætti þriðjudaginn 6. október. Upphaflega átti að halda hátíðina í mars en var frestað útaf kórónuveirufaraldrinum. Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, sló í gegn og vann til 6 verðlauna, þar á meðal vann Hlynur Leikstjóri ársins og fóru verðlaunin Leikakona ársins í aukahlutverki til Ídu Mekkínar...
Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS
Núna í haust byrjaði nýtt samstarfsverkefni í FAS undir merkjum Nordplus áætlunarinnar. Þetta verkefni er til þriggja ára og er á milli Brønnøysund videregående skole í Noregi, Vaala Upper Secondary School í Finnlandi og FAS. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera fremur litlir og liggja allir á svipaðri breiddargráðu. Verkefnið ber yfirskriftina Geoheritage, culture and sustainable communities...
Ungmennastarf
Síðasta ár hefur Nýheimar þekkingarsetur staðið fyrir þremur ólíkum valdeflandi viðburðum fyrir ungmenni á svæðinu í gegnum evrópskt samstarfsverkefni sem styrkt er af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Verkefnið KNOW HUBs fjallar um valdeflingu jaðarhópa og kaus setrið að leggja áherslu á unga fólkið enda hafa niðurstöður fyrri verkefna Nýheima sýnt að ungmenni í...
Frá Hornafirði til Victorville
Svanfríður Eygló er Hornfirðingur sem er búsett í Bandaríkjunum, hún er dóttir Arnar Arnarsonar (Bróa) og Guðlaugar Hestnes. Svanfríður býr í Victorville í Kaliforníu ásamt eiginmanni sínum Albert N. Getchell III eða Bert eins og hann er kallaður. Saman eiga þau tvo syni þá Eyjólf Aiden og Nathaniel Ingva. Þau giftu sig í Möðruvallakirkju þar sem Eyjólfur...
FAS í öðru sæti
Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram laugardaginn 26. september í húsnæði Exton og fór keppnin fram án áhorfenda. Keppnin átti að fara fram í vor en var slegið á frest vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta var í þrítugasta skiptið sem keppnin fer fram en á þessum 30 árum hefur keppnin fest sig í sessi sem einn af stóru tónlistarviðburðum hvers árs...