Allir geta iðkað yoga
Reglubundin hreyfing er nauðsynleg fyrir fólk á öllum aldri og undirstaða heilbrigðs lífs. Með því að hreyfa sig reglulega bætum við líkamlega og andlega heilsu ásamt því að fyrirbyggja sjúkdóma. Mikilvægt er að velja hreyfingu sem veitir ánægju og vellíðan. Sé skemmtileg og að iðkendur séu endurnærðir þegar tímanum er lokið. Hér...
Fjölskyldumiðstöð
Nú standa yfir framkvæmdir við endurbætur við húsnæðið við Víkurbraut 24 sem áður hýsti leikskólann Krakkakot. Húsnæðið mun hýsa Fjölskyldumiðstöð, félagsmálasviðið flytur þangað í heild sinni ásamt heimaþjónustudeild og málefni fatlaðs fólks. Aðstaða fyrir þennan málaflokk hefur verið á hrakhólum undanfarin ár. Á sviðinu starfa í heild um 25 manns þegar allt er tiltekið og þjónustuþegar eru...
Kvöldstund með KVAN
Í starfi Nýheima þekkingarseturs með ungu fólki hefur komið fram að ungmenni í Hornafirði telji sig skorta fræðslu á víðum grunni. Á námskeiðinu Öflug ung forysta sem setrið hélt fyrir ungt fólk í desember síðastliðnum kom m.a. fram áhugi ungmenna á valdeflandi fræðslu og stungu ungmennin uppá að fá KVAN í heimsókn fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu....
Jólaminningar
Með kveðju til eldri Hornfirðinga
Þegar ritstjóri Eystrahorns fór þess á leit við mig að ég sendi grein frá Félagi eldri Hornfirðinga í jólablaðið sá ég að lítið var til að skrifa um síðan ég tók við formennsku í félaginu 6. júní. Starfsemin hefur einkennst af covid-19 og lítið sem ekkert verið...
Ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa
Föstudaginn 20. nóvember opnaði ný vefsíða fyrir eldri aldurshópa sem heitir “Aldur er bara tala” www.aldurerbaratala.is. Síðan er einnig á fésbókinni. Markmið síðunnar er að gefa eldri aldurshópum tækifæri til að hafa aðgang að fræðslu og ráðgjöf um mál er þá varða hvar sem þeir eru búsettir á landinu en mikil fjölgun er í hópi þeirra eldri...