Hræðsluganga á Höfn
Seinnipart föstudagsins 29. október, buðu landverðir á Höfn upp á hræðslugöngu í Óslandi. Alls mættu 27 hugrakkir þátttakendur til leiks og fengu að upplifa frásagnir fyrri tíma á sama tíma og rökkrið skall á, vindurinn blés og regnið féll.
Markmið ferðarinnar var að fagna myrkrinu og upplifa frásagnir fyrri tíma og bera þær saman við nútímann. Titillinn á...
Eldri Hornfirðingar hefja starf sitt
Í næstu viku fer starfsemi Félags eldri Hornfirðinga í gang að hluta eftir langt og óvenjulegt sumarhlé. Þar sem mikil óvissa hefur ríkt um ástandið í þjóðfélaginu hefur ekki verið gerð nein breyting á vetrardagskránni svo ákveðið er að Vetrardagskrá 2019-2020 gildi til áramóta. Það sem fer því í gang núna er: Gönguferðir frá Ekru, líkamsrækt...
Leikfélag Hornafjarðar
Vetrarstarfið hjá leikfélagi Hornafjarðar er komið á fullt og hefur ný stjórn verið kosin.
Í stjórn þessa leikárs eru: Ragnheiður Rafnsdóttir formaður og Ingólfur Baldvinsson gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Róslín Alma Valdemarsdóttir, Emil Morávek, Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, Birna Jódís Magnúsdóttir og Tómas Nói Hauksson.
Í samstarfi við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu hefur verið ákveðið að setja upp leikritið Silfurtúnglið eftir Halldór...
Listamaður vikunnar – Höskuldur Björnsson
„Það var aldrei spurning um annað en að við þyrftum að sýna Höskuld samhliða Tilraun Æðarrækt,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, safnvörður við Svavarssafn. „Höskuldur er merkasti fuglateiknari í íslenskri listasögu, frægðarsól hans reis ekki hátt, enda hlédrægur maður, en það segir sitt að enn þann dag í dag á hann fjölmarga, einlæga aðdáendur.“
Tilraun Æðarrækt sem var opnuð í...
Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland
Markaðsstofur landshlutanna hafa ýtt úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs.
Dagný Jóhannsdóttir framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands
Markaðsstofur landshlutanna, MAS, ýttu úr vör í síðustu viku samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar...