GEITAFJÖR Á HÁHÓLI
Nú hafa eflaust margir séð líflegar geitur hoppa um í haga á sumrin og einhverjir jafnvel smakkað á geitakjöti frá þeim hjónum Lovísu Rósu Bjarnadóttur og Jóni Kjartanssyni á Háhóli. Eystrahorn kíkti í heimsókn til þess fræðast um lífið á fjöruga geitabýlinu. Fyrir 11 árum bönkuðu 2 geitur upp á hjá þeim hjónum og síðan var ekki...
Hver er Valli ?
Varðandi Valla rostung sem hefur heimsótt smábátahöfnina á Höfn á síðustu dögum og er hugsanlega nú þegar heimsfrægur af ferðalagi sínu víðsvegar um Evrópu eru nokkur atriði sem vert er að nefna.
Þrátt fyrir að Valli virðist rólegur og yfirvegaður er rétt að benda á að hann er a.m.k. 600 kg. villt dýr sem væntanlega er ekki vanur...
Alþjóðlegt verkefni um menntun leiðsögumanna og öryggi ferðafólks á norðurslóðum
Með vaxandi ferðamennsku á norðurslóðum hefur öryggi ferðafólks komist í kastljósið. Ýmsir þættir gera það að verkum að ferðalög á norðurslóðum geta reynst varasöm. Veður geta orðið válynd með stuttum fyrirvara, loftslag er kalt, fjarlægðir miklar og innviðir, til dæmis til leitar- og björgunarstarfa eru takmarkaðir. Ef slys henda eru leiðsögumenn oftar en ekki fyrstir á vettvang...
Þorrablót 2022
Eins og fram hefur komið á Facebook síðu Þorrablóts Hafnar verður þorrablótið haldið með óhefðbundnu sniði í ár vegna Covid-19. Þorrablótinu verður streymt á netinu þann 22. janúar næstkomandi og mun slóðin á streymið verða birt þegar nær dregur. Hornfirðingar geta svo pantað þorrabakka frá Körfuknattleiksdeild Sindra og haldið sitt eigið þorrablót heima í stofu þann 22....
Harmljóð um hest
Hlynur Pálmason, myndlistarmaður og kvikmyndaleikstjóri lærði ljósmyndun og kvikmyndagerð í Kaupmannahöfn en býr og starfar á Höfn í Hornafirði. Hlynur vinnur jöfnum höndum að myndlist og kvikmyndagerð. Í Svavarssafni sýnir hann seríu samtímaljósmynda sem hann hefur unnið að undanfarin ár samhliða kvikmyndagerð. Sýningarstjóri er Ástríður Magnúsdóttir. Sýningin er öllum opin og stendur til 15. maí 2022....