Þorrablót 2022

0
680

Eins og fram hefur komið á Facebook síðu Þorrablóts Hafnar verður þorrablótið haldið með óhefðbundnu sniði í ár vegna Covid-19. Þorrablótinu verður streymt á netinu þann 22. janúar næstkomandi og mun slóðin á streymið verða birt þegar nær dregur. Hornfirðingar geta svo pantað þorrabakka frá Körfuknattleiksdeild Sindra og haldið sitt eigið þorrablót heima í stofu þann 22. janúar, sjá nánar auglýsingu í blaðinu. Æfingar og upptökur hafa gengið vel og hlökkum við til að deila afrakstrinum með Hornfirðingum. Þorrablótsnefnd 2022 samanstendur af ótrúlega hæfileikaríkum Hornfirðingum, sumir hafa búið hér í mörg ár en aðrir bara nokkra mánuði

Þorrablótsnefnd 2022