Stuttmyndahátíð Fas
Á þessari önn höfum við, nemendur í sviðslistaáfanganum í Framhaldsskólanum í Austur- Skaftafellssýslu, verið að vinna við gerð tveggja stuttmynda, sem við ætlum að sýna í fyrirlestrasalnum í Nýheimum 7. maí. Ferlið hefur verið langt og skemmtilegt. Við skrifuðum handritin, tókum upp hjóð og mynd, lékum og klipptum myndirnar sjálf. Önnur myndin var tekin upp að...
Nemendur FAS kynna sér Cittaslow
Einn þeirra áfanga sem er kenndur í FAS þessa önn heitir Erlend samskipti og í honum eru núna 10 nemendur. Þessi áfangi er hluti af þriggja ára samskiptaverkefni undir merkjum Nordplus. Í verkefninu eru skólar í Finnlandi, Noregi og Íslandi að vinna með heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Áherslan þessa önn er á heimsmarkmið 12 sem fjallar um ábyrga...
Fíflast og gellast í vernduðu umhverfi
Dansdrottningin Margrét Erla Maack var með danstíma í Sindrabæ um liðna helgi. “Íris Björk Óttarsdóttir, zumbafrumkvöðull hafði samband við mig á Facebook og hjálpaði mér að koma þessu af stað. Ég fékk svo styrk frá Sóknaráætlun Suðurlands.” segir Margrét. Boðið var upp á fimm tíma - Drag og vogue, rassahristur og twerk, magadans, Beyoncé og burlesque. “Þær...
Opnun sýningar í MUUR
Steingrímur Eyfjörð
Föstudaginn 9. apríl síðastliðinn var opnuð sýning á verkum Steingríms Eyfjörð. Steingrímur er þekktur og virtur af listaunnendum bæði hér heima og erlendis. Því er það sannkallaður heiður að fá að kynna list hans fyrir Hornfirðingum. Steingrímur hefur komið víða við í listsköpun sinni, og var árið 2017 fulltrúi Íslands...
Kosning um fugl ársins 2021 er komin á flug
Fuglar eru hluti af daglegu lífi fólks, flestir eiga sinn uppáhalds fugl og hverjum þykir sinn fugl fagur.
Í vetur hafa staðfuglar og vetrargestir glatt okkur með nærveru sinni en nú nálgast vorið og farfuglarnir fara að tínast til okkar á eyjunni fögru. Fuglavernd ætlar að fagna vorkomunni með kosningu á Fugli ársins 2021 og verður sigurvegarinn...