Opnun sýningar í MUUR

0
355
Steingrímur Eyfjörð

Föstudaginn 9. apríl síðastliðinn var opnuð sýning á verkum Steingríms Eyfjörð. Steingrímur er þekktur og virtur af listaunnendum bæði hér heima og erlendis. Því er það sannkallaður heiður að fá að kynna list hans fyrir Hornfirðingum.
Steingrímur hefur komið víða við í listsköpun sinni, og var árið 2017 fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum með verkið sitt Lóan er komin. Það sama ár var hann valinn bæjar­listamaður Hafnarfjarðar. Steingrímur er menntaður á Íslandi, Skotlandi, Finnlandi og Hollandi og hefur haldið fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis.
Hjónin Lind Völundardóttir og Tim Junge standa að sýningarrýminu MUUR, en það er inni á heimili þeirra að Hagatúni 7. Svona heimagallerí eru þekkt í Evrópu og víðar um heim. Sýningin stendur til 23. júní og er opið laugardaga og sunnudaga frá kl.17:00-19:00.(Gott er að athugað hvort hjónin eru við í síma 615-3209).
Við látum fylgja með nokkrar myndir sem Lind tók við opnunina.