Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 13. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 28 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...
Barnabókahöfundar lásu fyrir grunnskólanema
Dagana 28. og 29. nóvember heimsóttu barnabókahöfundarnir Yrsa Þöll Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson og Bergrún Íris Sævarsdóttir nemendur á grunn- og gagnfræðaskólastigi.
Höfundarnir eru allir með nýjar bækur þessi jól, Bergrún Íris með Töfralandið og Kennarann sem hvarf sporlaust, Gunnar Theodór með þriðju bókina um Galdra-Dísu og Yrsa Þöll með fyrstu tvær bækurnar í seríunni Bekkurinn minn....
Góð gjöf frá Hirðingjunum
Okkur á Skjólgarði barst gjöf frá Hirðingjunum en við fengum fjóra Lazy-Boy stóla að gjöf. Þeir munu svo sannarlega nýtast okkar heimilismönnum og lífga upp á sólstofuna. Gott er að eiga Hirðingjana að sem eru dyggir stuðningsaðilar Skjólgarðs.
Bestu kveðjur Jóhanna Sigríður Sveinsdóttir
Stjórnmálafundur í Nýheimum
Þriðjudaginn 11. febrúar komu góðir gestir til Hafnar og héldu opinn morgunverðarfund í Nýheimum. Þetta voru ráðherrarnir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra Vinstri grænna. Með þeim í för voru þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Ari Trausti Guðmundsson ásamt góðu fylgdarliði.
Fundarefnið í Nýheimum var fjölbreytt stjórnmálaumræða samtímans. Það sem helst...
Þáttaskil í mælingum á Heinabergsjökli
Nemendur FAS hafa fylgst með breytingum á Heinabergsjökli allt frá árinu 1990 og hefur ferðin að jöklinum verið liður í námi þeirra. Náttúrustofa Suðausturlands hefur einnig verið samstarfsaðili að jöklamælingunum frá því að hún var stofnuð 2013.
Nestispása er nauðsynleg í útiveru
Lengst af var fjarlægð að...