K100 í beinni frá Höfn
Dagskrá K100 á morgun, föstudaginn 3. júlí verður öll úr útsendingarhjólhýsi K100 á besta stað í bænum fyrir utan sundlaug Hafnar. Þangað munu koma ýmsir góðir gestir úr bænum.
Útvarpsstöðin K100 ætlar að kynnast landinu betur í sumar og kynna þá stórkostlegu staði sem eru í boði fyrir landsmenn innanlands. Á morgun, 3. júlí,...
Reisubók Kvennakórs Hornafjarðar
Það er óhætt að segja að uppátæki Kvennakórs Hornafjarðar hafi vakið athygli undanfarna mánuði, ekki bara á Hornafirði heldur landinu öllu. Í stað þess að leggja árar í bát á þessum fordæmalausu tímum sóttu konur í sig veðrið og framkvæmdu ótrúlegustu hluti undir styrkri stjórn Heiðars Sigurðssonar kórstjóra. Kórinn gaf út þrjú tónlistarmyndbönd, keyrði um Höfn ...
Hornafjörður Heilsueflandi samfélag
Vikuna 1. – 9. júní héldum við „Okkar eigin Hreyfiviku“ þar sem ýmsar tegundir hreyfingar voru kynntar. Þann 1. júní var kynning á hlaupaíþróttinni sem Helga Árnadóttir sá um. Veðrið var upp á sitt versta þennan dag, en ein manneskja mætti þó til Helgu og þar sem þetta voru jaxlar þá hlupu þær samt sem áður 4,5 km. Þann...
Hugurinn einatt hleypur minn
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi hefur nýlega gefið út ljóðabók eftir austfirska nítjándu aldar skáldkonu, Guðnýju Árnadóttur (1813–1897) sem var á sinni tíð þekkt undir heitinu Skáld-Guðný. Það segir nokkuð um álit samferðamanna á skáldkonunni. Bókin hlaut heitið: Hugurinn einatt hleypur minn og er sótt í fyrsta erindi ævikvæðis sem Guðný orti. Mikill hluti af kvæðum Guðnýjar hefur...
Frá Cebu til Hafnar
Amor Joy Pepito Mantilla er 34 ára gömul tveggja barna móðir og kemur frá Cebu í Filippseyjum. Amor flutti til Íslands 24. ágúst 2015 og hefur verið á Höfn í Hornafirði allar götur síðan. Amor var tilbúin að segja lesendum Eystrahorns aðeins frá því hvernig hún og hennar fjölskylda upplifa jólin á Íslandi og hvernig þau eru...