Ísklifur í fjallamennskunáminu
Fjallamennskuárið 2022 er hafið og það af fullum krafti. Dagana 28. – 31. janúar kenndum við Árni Stefán og Íris Ragnarsdóttir tíu nemendum á öðru ári ísfossaklifur. Áfanginn var að þessu sinni kenndur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en erfitt reyndist að finna ísklifuraðstæður á landinu þessa vikuna sökum hlýinda. Allt fór þó á besta veg og við náðum...
ADVENT
Erasmus+ verkefnið ADVENT sem FAS er í forsvari fyrir snýr að því að efla nám og nýsköpun í afþreyingarferðaþjónustu. ADVENT er skammstöfun fyrir Adventure tourism in vocational education and training.
Verkefnið er samstarfsverkefni skóla, bæði framhalds- og háskóla, rannsóknarstofnana og samtaka fyrirtækja auk einstakra fyrirtækja í afþreyingarferðaþjónustu í Finnlandi, Skotlandi og á Íslandi. ADVENT gengur út á það að starfandi...
Söguhátíð Grunnskóla Hornafjarðar
Sökum ástandsins í þjóðfélaginu gátum við í Grunnskóla Hornafjarðar ekki haldið okkar árlegu árshátíð og því ákváðum við kennarar í 4.,5. og 6. bekk að blanda bekkjunum okkar saman og bjóða upp á skemmtilegar smiðjur sem við kölluðum Söguhátíð. Smiðjurnar fólust í því að börnin gátu valið á milli leikritagerðar, smásögugerðar, stuttmyndagerðar, myndasögugerðar og smiðju þar sem...
Fjölmenni og fjör við opnun gönguleiðarinnar Mýrajöklar
Gönguleiðin Mýrajöklar, sem er annar hluti Jöklaleiðarinnar, var opnuð formlega í Haukafelli fimmtudaginn 31. ágúst sl. Við sama tilefni var vígð ný göngubrú yfir Kolgrafardalsá sem opnar gönguleið frá Haukafelli að Fláajökli.
Gönguleiðin tengir saman svæði þriggja skriðjökla, Fláajökuls, Heinabergjökuls og Skálafellsjökuls, sem saman mynda Mýrajökla. Leiðin nær frá Haukafelli að Skálafelli og er um 22 km að löng. Alls...
Björgunarfélag Hornafjarðar og Slysavarnardeildin Framtíðin – Takk!
Í Hornafirði er landslagið stórkostlegt og sannkallað heimili náttúruperla. Með háum fjöllum, djúpum giljum og tignarlegum Vatnajökli í norðri og hrikalegri strandlengju fyrir opnu hafi í suðri - sannkölluð náttúruparadís. Slíkri fegurð fylgir mikið aðdráttarafl og til okkar flykkjast nú ferðamenn sem aldrei fyrr.Hér í Hornafirði erum við með stórkostlega innviði þegar kemur að allskonar afþreyingu og...