Pilot námskeið
Nýheimar Þekkingarsetur hélt nýverið valdeflandi námskeið ætluðu ungmennum í nemendafélagi FAS og ungmennaráði Hornafjarðar. Námskeiðið er hluti af evrópuverkefninu LEGENDS, styrkt af Erasmus+. Námskeiðið heppnaðist prýðilega og megum við Hornfirðingar aldeilis vera stolt af ungu kynslóðinni sem hér býr. Megin áhersla námskeiðsins var valdefling ungmenna til frekari þátttöku í samfélaginu. Rætt var um upplifun þeirra af samfélaginu...
Hús Kveðja
Laugardaginn 21. maí næstkomandi verður sýningin Hús Kveðja eftir listakonuna Evu Bjarnadóttur. Sýningin er með byggðasögulegu ívafi því titillinn er sóttur í hefðina kringum húskveðjur, og innblástur hennar er gamla vöruhús Kaupfélagsins á Fagurhólsmýri. Ýmsir viðburðir verða haldnir í tengslum við hátíðina sem íbúar Hornafjarðar ættu að geta lesið í bæklingi sem sendur var út í vikunni....
Leiklistarstarfsemi sumarið 2022 og götuleikhús
Þeir Hornfirðingar sem komnir eru til vits og ára muna eflaust eftir litskrúðugu götuleikhúsi sem opnun á okkar ástkæru Humarhátíð. Skrautlega klæddir einstaklingar, spúandi eldi í allar átti og sumir jafnvel á stultum! Allskonar skemmtilegar fígúrur svo ekki sé talað um margra metra langa drekann sem hlykktist um götur bæjarins. Flögg og skraut, englar svífandi í...
Kino á Cafe Vatnajökli
Það er stundum talað um Viktor Tsoi og Kino einsog tónlist þeirra og ljóð hafi fellt Sovétríkin. Það er býsna bratt en hrein staðreynd að hljómsveitin spilaði gríðarlega rullu í þeirri hugarfarsbreytingu sem var undanfari hrunsins. Á sama tíma er Tsoi einsog rafmagnaður Dylan, sem hljóp undan þjóðinni sem vildi gera hann að pólitískum spámanni eða praktískum...
Hlynur og Þórbergur mætast í Svavarssafni
Laugardaginn 14. maí næstkomandi, kl. 15:00, verður viðburðurinn Harmsaga um hest haldin í Svavarssafni. Ljósmyndasýning Hlyns Pálmasonar verður skoðuð í bókmenntalegu samhengi og hvernig hún kallast á við frásögn Þórbergs Þórðarsonar af hestinum Jarpi í fyrsta bindi Suðursveitabóka hans. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur mun fjalla um söguna og tengja við verk Hlyns, og að lokum verður endað...