Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga afstaðinn
Aðalfundur Félags eldri Hornfirðinga var haldinn sl. sunnudag. Fram kom að starfið hefur gengið vel margt í boði til afþreyingar fyrir félagsmenn í fjölbreyttu félagsstarfi. Á fundinum var samþykkt endurnýjun á merki félagsins og ályktun um viðbyggingu við Skjólgarð svohljóðandi: Aðalfundur FeH fagnar því að stjórnvöld og sveitarfélagið hafa samþykkt byggingu á nýju hjúkrunarheimili við Skjólgarð. Það er von...
Lestrarhesturinn 2023
Nú í sumar var enn á ný haldið af stað með lestrarátakið LESTRARHESTURINN á bókasafninu okkar á Menningarmiðstöð Hornafjarðar, en öllum grunnskólabörnum gafst kostur á að taka þátt í átakinu. Eins og áður var lagt upp með að börnin lesi bækur yfir sumartímann og skrái upplýsingar um bækurnar á þar til gert þátttöku blað, sem þau svo...
Ómetanlegt að geta sökkt sér í heim æðarfuglsins
Hægt er að virða fyrir sér verk Margrétar H. Blöndal á tveimur stöðum á Höfn. Annars vegar er hægt að sjá myndir sem börn við Landakotsskóla bjuggu til undir hennar handleiðslu á ganginum við sundlaug Hornafjarðar og hins vegar er hægt að hlusta á hljóðverk hennar í Gömlubúð. Að eigin sögn vinnur Margrét ekki með fyrirfram gefna...
Nýjasta samstarfsverkefnið í FAS
Núna í haust byrjaði nýtt samstarfsverkefni í FAS undir merkjum Nordplus áætlunarinnar. Þetta verkefni er til þriggja ára og er á milli Brønnøysund videregående skole í Noregi, Vaala Upper Secondary School í Finnlandi og FAS. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera fremur litlir og liggja allir á svipaðri breiddargráðu. Verkefnið ber yfirskriftina Geoheritage, culture and sustainable communities...
,,Er Skeiðará nú búin?”
Úr Vatnadeginum mikla eftir Þórberg Þórðarson
Þann 14. júlí árið 1974 var opnað fyrir umferð yfir Skeiðarárbrú og þar með um hringveginn. Sunnudaginn 14. júlí næstkomandi, verður haldin hátíð við þetta 880 m einstaka minnismerki á Skeiðarársandi í tilefni af 45 ára vígsluafmæli brúarinnar. Þetta verða listviðburðir og víðavangshlaup; Skeiðarárhlaup & ÖR...