Háskólanemar á Höfn
Í Nýheimum er boðið uppá námsaðstöðu fyrir alla háskólanema. Á Austurgangi eru lesbásar fyrir átta manns, setustofa geymsluskápar og einnig er hægt að fá aðgang að fjarfundastofu. Á Vesturgangi er kaffistofa starfsmanna sem er einnig aðgengileg námsmönnum og á Nýtorgi er mötuneyti FAS þar sem hægt er að kaupa hafragraut á morgnanna og heitan mat í hádeginu....
Vinnusmiðja á vegum Svavarssafns
Í síðustu viku komu í sveitarfélagið þrír listamenn sem gestakennarar á vegum Svavarssafns og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Þær Hanna Dís Whitehead, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Steinunn Önnudóttir, sem eru vel þekktar í listaheiminum og hafa fengið m.a. tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna auk þess sem Steinunn hlaut styrk Svavars og Ástu árið 2019 fyrir upprennandi listmenn. Árið 2022 unnu...
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur um helgina. Á luaugardeginum voru allskonar bryggjuleikir ásamt hinum árlega kappróðri. Nokkur lið voru skráð til keppni en sigurvegarar í kvennaflokki var lið skrifstofu Skinneyjar-Þinganess ehf. og í karlaflokki voru það „Sveitavargarnir“. Einnig var keppt í koddaslag og flekahlaupi og var mikil ásókn í flekahlaupið og hlutu þátttakendur eina gosdós að launum. Skinney...
Ný líkamsræktarstöð við sundlaugina
Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á hönnun á nýrri líkamsræktarstöð við Sundlaug Hafnar og styttist óðum í að framkvæmdir hefjist. Verkið verður að öllum líkindum boðið út í tvennu lagi, grundunin annars vegar og bygging líkamsræktarinnar hins vegar og miðað er við stöðin opni haustið 2023. Byggingin verður um 600 m2 auk tengibyggingar, útiklefa...
Menningarverðlaun Suðurlands 2022 – Fiðlufjör
Þann 9. nóvember var Chrissie Telmu Guðmundsdóttur veitt Menningarverðlaun Suðurlands 2022 fyrir verkefnið Fiðlufjör. Verðlaunin eru samfélags- og hvatningarverðlaun á sviði menningar á Suðurlandi. Alls skiluðu sér 51 tilnefningar um 15 verkefni. Mikil breidd var í tilnefningum og gæðum þeirra. Eru tilnefningarnar aðeins toppurinn af ísjakanum í því mikla menningarstarfi sem á sér stað í fjórðungnum.
Fiðlufjör...