Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 11. mars var mikið um dýrðir hér í Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar þess. Alls voru 20 styrkir veittir, það voru styrkir atvinnu- og menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundanefndar, og styrkir úr atvinnu- og rannsóknasjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram...
Kærar þakkir til allra sem tóku þátt í FRÍSTUND
Síðastliðin helgi var lífleg í Nýheimum þegar fjölmargir Hornfirðingar kynntu sér framboð afþreyingar og félagsstarfs í sveitarfélaginu. Viðburðurinn, sem fékk nafnið FRÍSTUND, var opinn dagur þar sem félagasamtök af öllum gerðum var gefinn kostur á að kynna starfsemi sína fyrir gestum og gangandi. Var það gert til að vekja athygli á þeirri fjölbreyttu menningarstarfsemi sem í boði er á...
Æðardrottningin í Seyðisfirði
Signý Jónsdóttir er einn af þeim listamönnum sem sýnir á sýningunni Tilraun Æðarrækt, en verk hennar og Írisar Indriðadóttur nefnist Æðardrottningin. Signý er hönnuður sem þessa stundina kannar matar- og upplifunarhönnun, en hún sækir innblástur utandyra, eins og má glögglega sjá í mörgum verka hennar.
„Það sem heillar mig hvað mest er hvað fuglinn ber mikið traust til...
Flöskuskeyti
“Hermann Bjarni, sjáðu hérna er flöskuskeyti!” kallaði Hildigerður Skaftadóttir til okkar þar sem við vorum nýkomnir á ströndina. Gerða sýndi okkur glæra tequila-flösku, með sérkennilegum rauðum tappa. Inni í flöskunni var upprúllað bréf, fest saman með brjóstnælu með kanadíska fánanum. “Þú mátt eiga flöskuna Hermann,” sagði Gerða. Ekki þarf að orðlengja að dagurinn breyttist í einni hendingu í mikla...
Lokaverkefni í sjónlist
Þann 17. febrúar síðastliðinn var sett upp sýning tveggja nemenda við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í sjónlist en verkin voru unnin á síðastliðinni haustönn. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna og verða verkin til sýnis í anddyri bókasafnsins í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum
Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en...