Rafíþróttadeild Sindra byrjar með krafti

0
457

Rafíþróttadeild Sindra hóf starfsemi sína síðasta haust af krafti og hefur starfið gengið ákaflega vel með aðstöðu í Vöruhúsinu. Fljótlega kom þó í ljós þörfin fyrir deildina að eiga sínar eigin tölvur fyrir iðkendur að nota og að vera í aðstöðu sem þau gætu haft útaf fyrir sig. Deildinni barst stuðningur frá Hirðingjunum varðandi tölvukaup og nú hefur þeim borist áframhaldandi stuðningur frá Skinney-Þinganesi varðandi aðstöðu. Í síðustu viku var undirritaður samningur á milli Rafíþróttadeildar Sindra og Skinneyjar-Þinganess um afnot að húsnæði þeirra Viðreisn, og mun starfsemi deildarinnar flytja sig þangað um leið og húsnæðið er klárt. Erum við hjá Sindra ákaflega þakklát fyrir þann stuðning sem við fáum og er það
mikilvægt að geta byggt upp starfið faglega og til fyrirmyndar fyrir iðkendur okkar. Því er stuðningur samfélagsins og öflugra fyrirtækja ómetanlegur og erum við ákaflega þakklát. Takk Skinney-Þinganes og áfram Sindri!