Uppskeruhátíð mfl. kk og kvk var haldin laugardaginn 23. sept sl í Pakkhúsinu
Maturinn var ekki af verri endanum frekar en fyrri daginn því boðið var upp á hægeldaðan nautahrygg með trufflu kartöflugratíni og chilli bearnaise og súkkulaði gott í eftirrétt.
Allmargar stelpur og strákar voru að spila sinn fyrsta leik fyrir mfl. og fengu þau öll rós að launum. Veittar...
Ungir Hornfirðingar slá í gegn á hestamannamóti
Ístölt Austurlands 2023 fór fram á Móvatni í febrúar. Þar fóru ungar og efnilegar hornfiskar hestakonur með sigur af hólmi í sínum greinum. Í B-flokki sigraði Elín Ósk Óskarsdóttir á Ísafold frá Kirkjubæ með einkunnina 8,76, í 2. sæti var Snæbjörg Guðmundsdóttir á Dís frá Bjarnanesi með einkunnina 8,67. Ída Mekkín Hlynsdóttir og Marín frá Lækjarbrekku unnu...
Klifurnámskeið fyrir börn
Klifurfélag Öræfa mun bjóða upp á skemmtilegt sumarnámskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára dagana 11.-13. júlí frá kl.10:00 - 14:00.
Námskeiðið mun fara fram á Hnappavöllum, stærstu klifurparadís Íslands og munu krakkarnir læra undirstöðuatriði í klifuríþróttinni. Ungmennafélag Öræfa er styrktaraðili námskeiðisins.
Leiðbeinendur verða meðal annars Svanhvít Helga Jóhannsdóttir og Maríanna Óskarsdóttir. Veittur verður 25% afsláttur fyrir...
Karlajóga
Er það ekki það sem þú ert búinn að vera að bíða eftir?
Útbreiddur misskilningur er að jóga sé bara fyrir konur og þá helst liðugar konur, en tilfellið er að jóga er fyrir alla þá sem vilja láta sér líða betur í eigin líkama. Jóga er tilvalið fyrir þá sem eru...
Meistaraflokkur kvenna
Um liðna helgi kláraðist keppnissumar meistaraflokks kvenna. Þær enduðu mótið á góðri ferð norður til Akureyrar og unnu þar góðan sigur á Hömrunum 4 – 2. Samira Suleman og Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir skoruðu sitthvor tvö mörkin.
Deildarfyrirkomulagið í ár var ekkert til að hrópa húrra yfir. Þrettán lið skráðu sig til leiks og taldi Knattspyrnusamband Íslands það vera...