Austfjarðartröllið
Kraftakeppnin Austfjarðartröllið var haldin vítt og breitt um austfirði helgina 24. til 26. ágúst. Að þessu sinni hófst hún á Höfn í Hornafirði og fór keppnin fram á bryggjunni. Um er að ræða aflraunakeppni þar sem sterkustu menn landsins berjast um samnefndan titil. Keppninni lauk á Breiðdalsvík þann
26. ágúst og voru úrslitin eftirfarandi:
sæti Ari Gunnarsson
sæti Sigfús Fossdal
sæti Eyþór Ingólfsson...
Björgvin Heiðraður silfurmerki KKÍ
Björgvin Erlendsson hefur sinnt sjálfboðaliðastörfum fyrir körfuknattleiksdeild Sindra um áraraðir. Allt frá því að standa vaktina í sjoppunni, standa fyrir fjáröflunum, sinna stjórnarstörfum og allt þar á milli. Ungmennafélög þurfa að stórum hluta að treysta á sjálfboðaliða í sínu starfi svo allt gangi smurt og eru fólk eins og Björgvin sem leggja allt sitt af mörkum fyrir...
Hótel Höfn einn aðalstyrktaraðili ungmennafélagins Sindra
Ungmennafélagið Sindri og Hótel Höfn hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn var undirritaður 6. júní síðastliðinn af Ásgrími Ingólfssyni, formanni Sindra, og Fanneyju Björgu Sveinsdóttur, hótel- og framkvæmdastjóra Hótels Hafnar að viðstöddum forsvarsmönnum flestra deilda og Vigni Þormóðssyni stjórnarformanni Hótels Hafnar ehf. Samningurinn er viðamikill og hlýtur Sindri veglega styrki frá Hótel Höfn sem ná til allra...
Aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra, starfsárið 2022
Í mars var haldinn aðalfundur Ungmennafélagsins Sindra og var mæting með ágætum. Þar var gert upp árið 2022 sem var þungt ár fjárhagslega í sögu félagsins. Formaður félagsins Gísli Már Vilhjálmsson setti fundinn, Sandra Sigmundsdóttir ritaði og Sigurður Óskar Jónsson, stjórnarmaður USÚ var fundarstjóri og fór með það hlutverk af einstakri prýði. Tvær stærstu deildir félagsins máttu...
Golfmót Sindra 2023
Golfmót Knattspyrnudeildar Sindra og Golfklúbbs Hornafjarðar var haldið laugardaginn 23. september í góðu haustveðri. Þátttakan var góð þar sem 29 keppendur voru skráðir til leiks en um var að ræða Texas scramble fyrirkomulag þar sem tveir þátttakendur spila saman. Vinningar voru fjölmargir og hver öðrum glæsilegri. Keppnin var ansi jöfn en niðurstaðan var þessi: