Mjólkurbikarinn
Sindri heimsótti Víking Reykjavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikar karla fimmtudaginn 24. júní. Sindramenn höfðu á leið sinni slegið út Fjarðabyggð, 0 - 2 í höllinni á Reyðarfirði.
Víkingar sem hafa byrjað sumarið afskaplega vel í efstu deild karla, sátu í öðru sæti Pepsi Max deildarinnar þegar Sindri mætti til þeirra á Heimavöll hamingjunnar í Fossvoginum.
Víkingur byrjaði leikinn...
Körfuknattleiksdeild Sindra
Það má með sanni segja að körfuboltinn hafi farið af stað með látum þetta tímabilið. Mikil uppbygging hefur átt sér stað síðustu ár og er hún að skila því að aldrei hafa fleiri börn æft körfubolta á Höfn. Meistaraflokkur karla er sem stendur í öðru sæti 1. deildar aðeins tveimur stigum á eftir Álftanesi sem situr í...
Fréttir frá Sunddeild Sindra
Helgina 15.-19. febrúar héldum við í Sunddeild Sindra í Kópavog og þar tóku iðkendur og þjálfarar Breiðabliks á móti okkur og æft var saman í 3 daga. Fyrstu helgina í mars héldu 9 iðkendur á Hennýjarmót á Eskifirði en alls voru 80 iðkendur skráðir á mótið frá 5 félögum. Allir iðkendur Sindra 10 ára og eldri unnu til verðlauna...
Fréttir úr Sporthöllinni
SS Sport hefur samið við nýja eigendur að Álaugarvegi 7 um áframhaldandi leigu til 1. júní 2018. Miklar breytingar hafa orðið á rekstrinum á Sporthöllinni og er Kolbrún Björnsdóttir orðinn eigandi að SS Sport og sér um reksturinn, ásamt því að vera með hópþjálfun. Sandra Sigmundsdóttir kírópraktor heldur áfram með sína starfsemi í Sporthöllinni og er hægt að panta...
Breytingar á opnunartíma íþróttahússins við Heppuskóla
Sveitarfélagið hefur tekið þá ákvörðun að lengja opnunartíma íþróttahússins við Heppuskóla og hjálpar það Ungmennafélaginu Sindra að bæta þjónustuna við fólk á öllum aldri. Nú er íþróttahúsið opið frá
kl. 10:00-18:00 bæði laugardaga og sunnudaga og hefur stundataflan verið uppfærð samkvæmt því. Því miður hafa hádegistímar félagsins dottið niður vegna hertra sóttvarnaraðgerða en félagið hefur reynt að...