Klifurnámskeið fyrir börn

0
248
Mynd: Jón Ágúst

Klifurfélag Öræfa mun bjóða upp á skemmtilegt sumar­námskeið fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára dagana 11.-13. júlí frá kl.10:00 – 14:00.
Námskeiðið mun fara fram á Hnappavöllum, stærstu klifurparadís Íslands og munu krakkarnir læra undirstöðuatriði í klifuríþróttinni. Ungmennafélag Öræfa er styrktaraðili námskeiðisins.
Leiðbeinendur verða meðal annars Svanhvít Helga Jóhannsdóttir og Maríanna Óskarsdóttir. Veittur verður 25% afsláttur fyrir þau börn sem tóku klifurnámskeið í Káraskjóli í vetur. Þátttökugjald er 15.500 kr. og eru 12 pláss í boði á námskeiðið. Þeir sem hafa áhuga á að skrá börn sín eða fá nánari upplýsingar geta haft samband við Klifurfélag Öræfa í tölvupósti á klifurfelagoraefa@gmail.com eða í síma 770-0494.Foreldrum er velkomið að mæta með börnunum.