Starfsemi Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu
Starfstímabil þessarar stjórnar FASK var stutt eða tæpir fimm mánuðir, frá 3. september 2020 til 25. janúar 2021, en engu að síður viðburðaríkt tímabil. Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi FASK 3. september 2020, í stjórn voru kosin Haukur Ingi Einarsson, Bergþóra Ágústsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ágúst Elvarsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og til vara var Anna María Kristjánsdóttir...
Sveitarfélagið Hornafjörður og Vatnajökulsþjóðgarður í samstarf um framtíðarsýn í húsnæðsmálum á Höfn
Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri og Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs skrifuðu undir viljayfirlýsingu á stjórnarfundi þjóðgarðsins sem var haldinn í Hoffelli þriðjudaginn 22. febrúar s.l. Markmið samstarfsyfirlýsingarinnar er að vinna hugmyndavinnu sem miðar að því að bæta skrifstofuaðstöðu hjá starfsfólki þjóðgarðsins á Höfn og að skoðaðir verði möguleikar á því að setja upp gestastofu með áherslu á jöklasýningu í...
Hótel Skaftafell ræðst í markvissa uppbyggingu mannauðs
Hótel Skaftafell, sem er vinsælt fjölskyldurekið hótel í Öræfum, er sannarlega fjölmennur vinnustaður. Alls vinna á hótelinu og í söluskála þess milli 50 – 60 manns og hefur mannauður ávallt verið í fyrirrúmi í rekstri þess. Í því ljósi er nú ráðist í markvissa uppbyggingu þekkingar og hæfni starfsfólksins með samningum við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar og starfsmenntasjóðinn Landsmennt. Markmið fyrirliggjandi...
Ársfundur Nýheima
Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn 13. maí síðastliðinn. Fram kom í máli forstöðumanns og formanns stjórnar að starfsemi setursins gengur vel, rekstrar- og verkefnastaða þess er góð og er framtíðin því björt. Fjórir starfsmenn eru nú starfandi hjá setrinu. Ársfundi Nýheima var nú í fyrsta sinn streymt á facebook-síðu Nýheima þekkingarseturs og er upptaka fundarins einnig...
Öflug starfsemi Fræðslunetsins á Höfn og í nágrenni
Róslín Alma Valdemarsdóttir hefur verið ráðin tímabundið til starfa hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi og leysir Sædísi Ösp Valdemarsdóttur af á meðan hún er í barneignarleyfi. Róslín er margmiðlunarfræðingur að mennt frá Tækniskólanum og eins og margir eflaust vita þá býr hún hér á Höfn ásamt unnusta sínum og syni. Við bjóðum Róslín velkomna til starfa....