Sólsker vinnu til verðlauna
Verðlaunaafhending í Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki var á Hvanneyri laugardaginn 23. nóvember á matarhátíð Matarauðs Vesturlands. Frábær stemmning var á staðnum og voru fulltrúar matarfrumkvöðla og smáframleiðanda að kynna og selja afurðir sínar. Fjöldi gesta var á hátíðinni og er það til merkis um mikinn áhuga á íslensku matarhandverki. Ómar Fransson margverðlaunaður framleiðandi á gæðamatvælum úr fiski vann...
Samtök þekkingarsetra (SÞS) stofnuð
Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að.
Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu...
Menningarhátíð í Nýheimum
Föstudaginn 12. mars var mikið um dýrðir hér í Sveitarfélaginu Hornafirði, en þá var haldin vegleg menningarhátíð Sveitarfélagsins í Nýheimum, þar voru afhentir styrkir og viðurkenningar sveitarfélagsins. Alls voru 27 styrkir veittir, það voru styrkir menningarmálanefndar, bæjarráðs, fræðslu- og tómstundarnefndar, sem og styrkir úr atvinnu- og rannsóknarsjóði. Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri setti hátíðina og kom fram í máli...
Klósettið er ekki ruslafata
Blaut- og sótthreinsiklútar stífla lagnirnar, hættum að henda þeim í klósettið! Við bendum sérstaklega á að þótt sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.
Við viljum biðja íbúa að passa að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Allir blautklútar eiga heima í tunnu fyrir almennt sorp hvort sem...
Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar styrkjum
Stjórn SASS hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu- og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingasjóði Suðurlands. Um er að ræða fyrri úthlutun sjóðsins árið 2022. Umsóknir voru samtals 90. Í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 31 umsóknir og 59 í flokki menningarverkefna.
Að þessu sinni var 35,9 m.kr. úthlutað, 14,7...