Starfstengt nám hjá Fræðslunetinu
Um þessar mundir eru tíu ár síðan að Fræðslunetið bauð í fyrsta sinn upp á nám fyrir félagsliða. Í þessum fyrsta hópi skráðu sig 12 þátttakendur. Námið var skipulagt til tveggja ára og kennt var tvisvar í viku. Eftir þetta fyrsta ár var komin góð reynsla á námsfyrirkomulagið og því fór Fræðslunetið af stað með sambærilegt nám...
Mikill fjöldi umsókna í Uppbyggingarsjóð Suðurlands
Alls bárust sjóðnum 166 umsóknir. Annars vegar umsóknir um styrki til menningarverkefna og hins vegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna. Mun fleiri umsóknir voru um menningarverkefni að venju eða samtals 99 umsóknir. Fjöldi umsókna um atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna 67. Alls var sótt um rúmar 190 m.kr. Meðal fjárhæð sem sótt var um voru rúmar 1.100 þ.kr., um 1 m.kr....
Nýir rekstraraðilar að Hafinu
Arndís Lára Kolbrúnardóttir og Barði Barðason tóku við sem nýir rekstraraðilar að Hafinu núna um áramótin. Arndís flutti til Hafnar árið 2016 og ætlaði bara að vera í 2 ár, ekki leið á löngu þar til Barði elti og hér erum við enn, búin að versla eitt stykki hús, og eigum bar númer tvö. Við opnuðum Cafe...
1228 pípur-hljóma í Hafnarkirkju
1228 pípur – hljóma í Hafnarkirkju
Undanfarnar þrjár vikur hefur farið fram allsherjar hreinsun og viðgerð á pípuorgelinu í Hafnarkirkju en slík yfirferð hefur ekki verið framkvæmd frá því að orgelið var sett upp í kirkjunni árið 1996. Til verksins voru fengin Björgvin Tómasson orgelsmiður...
Heildstæð námskrá í ferðaþjónustu
Í janúar á síðasta ári fékk FAS það verkefni að móta og skrifa heildstæða námskrá í ferðaþjónustu. Þetta verkefni var unnið náið með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Um er að ræða nám með námslokum á öðru þrepi, þriðja þrepi og stúdentsprófi. Í hverjum námslokum er sameiginlegur kjarni og sérhæfing. Sérhæfingarnar á öðru þrepi eru móttaka, veitingar...