Opið bréf til bæjarstjórnar Hornafjarðar
Efni: Framkvæmdir við Sindrabæ Ágætu bæjarfulltrúar. Okkur kennurum við Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu ofbýður seinagangur og metnaðarleysi gagnvart tónlistarnámi og tónlistarkennslu og þeirri starfsemi sem “Tónlistarhúsi Hornafjarðar” hefur verið sýnd (Tónlistarhús Hornafjarðar - greinargerð útgefin af Glámu-Kím mars 2013). Framkvæmdir og endurbætur á Sindrabæ hafa verið mörg ár í deiglunni og hluta endurbótanna er lokið þó nóg sé...
Hafið – nýr skemmtistaður opnar
Þann 12. ágúst opnaði barinn Hafið í gamla Kartöfluhúsinu á Hornafirði. Verkefnið á sér nokkuð langan aðdraganda en í vetur tók Skinney – Þinganes ákvörðun um að innrétta efri hæð Kartöfluhússins sem bar og skemmtistað. Bjarni Ólafur Stefánsson og Kristinn Þór Óskarsson héldu utan um verkefnið og fengu til liðs við sig arkitektinn Magneu Guðmundsdóttur og hönnuðinn Brynhildi Pálsdóttur...
Starfsemi Ferðamálafélags Austur-Skaftafellssýslu
Starfstímabil þessarar stjórnar FASK var stutt eða tæpir fimm mánuðir, frá 3. september 2020 til 25. janúar 2021, en engu að síður viðburðaríkt tímabil. Núverandi stjórn var kosin á aðalfundi FASK 3. september 2020, í stjórn voru kosin Haukur Ingi Einarsson, Bergþóra Ágústsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ágúst Elvarsson, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir og til vara var Anna María Kristjánsdóttir...
Ný deild við leikskólann Sjónarhól
Í haust var opnuð ný deild við leikskólann Sjónarhól sem kallast Selið enda er hún einskonar sel út frá Sjónarhólsbyggingunni sjálfri. Í Selinu eru yngstu börnin og miðað er við að 10 börn geti verið þar.
Þrátt fyrir að Selið sé ekki tengt við leikskólalóðina og ekki með bestu aðstæður þá hafa bæði foreldrar og starfsmenn verið...
Síðasta námskeiðið í ADVENT prufukeyrt
Síðasta námskeið menntaverkefnis Erasmus+, ADVENT (Adventure Tourism in Vocational Education and Training) var prufukeyrt í nýliðnum janúarmánuði. Þetta síðasta námskeið fjallaði um hvernig segja má sögur með aðstoð snjalltækja og samfélagsmiðla. Umsjónaraðili námskeiðsins var Sólveig Sveinbjörnsdóttir en auk hennar komu Stephan Mantler, Þorvarður Árnason og Guillaume M. Kollibay að framkvæmd þess. Fimm erlendir þátttakendur komu hingað...