Hinn nýi veruleiki
Er manneskjan útsjónarsöm? Já hún hefur svo sannarlega sýnt það á undanförnum mánuðum. En manneskjan er einnig félagsvera, hún þráir að vera í samskiptum við aðra, þráir að deila hugsunum sínum, vonum og þrám. Bestu stundir lífs okkar eru þegar við eigum í samskiptum við aðra, en hvað nú? Þessi nýi veruleiki sem við höfum öll verið...
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Höfn.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur opinn fund á Höfn í Hornafirði í fyrramálið, föstudaginn 5. maí kl. 10:30 í Vöruhúsunu. Fundurinn er öllum opinn og ber yfirskriftina Samtal við forsætisráðherra um sjálfbæra þróun. Þetta er síðasti fundurinn sem ráðherra heldur í fundaröð sinni um landið til að heyra sjónarmið landsmanna vegna stefnumótunar fyrir Íslands um sjálfbæra þróun sem...
Grunnur í klettaklifri
Nýr nemendahópur í grunnnámi á fjallamennskubraut FAS var boðinn velkominn á dögunum. Hópurinn verður stór í vetur og því voru fyrstu námskeiðin, gönguferðin annars vegar og klettaklifur og línuvinna hins vegar, haldin samtímis og hópnum skipt í tvennt. Kennarar í klettaklifri og línuvinnu voru Árni Stefán Haldorsen, Bjartur Týr Ólafsson, Daniel Saulite, Íris Ragnarsdóttir og Magnús Arturo...
Loftslagsyfirlýsing Festu og Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Sveitarfélagið Hornafjörður og Festa – miðstöð um sjálfbærni og samfélagsábyrgð gerðu með sér samkomulag í desember sl. um stuðning um loftslagsaðgerðir fyrirtækja og stofnana í sveitarfélaginu 2021-2022. Markmið með verkefninu er að hvetja fyrirtæki og stofnanir í Hornafirði til að setja sér markmið í loftslagsmálum, fræðast um leiðir til aðgerða, framkvæma aðgerðir og mæla árangur þeirra....
25 samningar um atvinnutengda starfsemi veturinn 2021-2022
Þann 9. júlí 2021 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð er óheimilt að reka atvinnutengda starfsemi í þjóðgarðinum án tímabundins nýtingarsamnings um slíka starfsemi. Í samningnum skal setja þau skilyrði fyrir starfseminni sem talin er þörf á, m.a....