Að bregða sér hvorki við sár né bana
Mikið var úr gert þegar Bandaríkjaforsetinn, í nýlegu ávarpi til þjóðar sinnar helguðu krónuvírus svokölluðum, sagði svo: „Fólk er að deyja sem aldrei fyrr“ – (eða: People are dying like never before). Það þýðir víst ekkert lengur að leita að kvótinu á netinu, alt-sannleikadeild Bandaríkjanna hefur þegar grafið það í umsvifamiklum reykmekki – svo sem flestum föstum...
Saman náum við árangri
Kiwanisklúbburinn Ós hefur starfað á Höfn í bráðum 34 ár. Fljótlega var stofnaður styrktarsjóður til að halda utan um ágóða af verkefnum klúbbsins sem fara í styrki. Fyrsta stóra verkefni klúbbsins var að gefa leikskólanum kastala og hefur Ós alltaf stutt leikskólann á Höfn gegnum árin. Nefna má að fyrsti styrkur vegna íþróttagleraugna hefur verið greiddur...
Eyrún Fríða Árnadóttir
Sæl öll.
Ég heiti Eyrún Fríða Árnadóttir og skipa 1. sæti fyrir framboðslista Kex. Þrátt fyrir að hafa verið tengd sveitarfélaginu í þó nokkur ár er ég vissulega ný og langar því að kynna mig og Kexið aðeins betur. Ég er 31 árs gömul og uppalin á höfuðborgarsvæðinu. Ég flutti loksins á Höfn síðastliðið sumar með...
Uppbyggingarsjóður Suðurlands
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrri úthlutun Uppbyggingarsjóðs Suðurlands árið 2020. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Styrkveitingar skiptast í tvo flokka, annars vegar atvinnu og nýsköpun og hins vegar menningu. Í flokki atvinnu og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi...
Sandfellsleið á Öræfajökul – Sandfellsskáli
Á ári hverju flykkjast fjallagarpar í Öræfin í leit að ævintýrum og áskorunum. Hvannadalshnjúkur (2110 m) er markmið margra en þangað fara líklega um 1000 manns um svokallaða Sandfellsleið á ári hverju. Leiðin er ein lengsta dagleið á tind sem farin er í gjörvallri Evrópu, 25 kílómetrar með 2000 metra hækkun og lækkun. Sökum þessa er leiðin...