Ár í lífi fuglaskoðara
Snemma árs 2019 tók ég þá ákvörðun að leyfa mér að eltast við sjaldséða fugla af enn meira þunga en hingað til, sem hefur nú samt þótt töluverður fram að þessu. Þetta þýddi að ég ætlaði mér að fara hvert á land sem er ef það fyndist fuglategund sem ég hafði ekki séð hér á...
Kæru Hornfirðingar nær og fjær
Nú styttist í jól og áramót en þá leiðir maður oft hugann að liðnu ári, öllu því sem drifið hefur á dagana og hvað maður er þakklátur fyrir. Það sem er efst í huga mínum þegar ég hugsa um árið sem er að líða er fyrst og fremst þakklæti og kærleikur. Það var hreint ótrúlegt hvað þið Hornfirðingar þjöppuðuð...
Óperutónleikar á Höfn 24. september
Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur óperutónleika í Hafnarkirkju sunnudaginn 24. september klukkan 20.00. Einsöngvarar á tónleikunum verða Alexander Jarl Þorsteinsson tenór og Monica Iusco sópran. Kvennakór Hornafjarðar kemur einnig fram á tónleikunum en stjórnandi hans er Heiðar Sigurðsson.
Þetta er í annað sinn á stuttum ferli sem Sinfóníuhljómsveit Suðurlands heldur tónleika á Höfn enda metnaðarmál aðstandenda...
Ungt fólk og fjölbreytileiki
Fimmtudaginn 20. september standa Vísindafélag Íslendinga og þekkingarsetrið Nýheimar á Höfn sameiginlega að málþingi um ungt fólk og fjölbreytileika. Málþingið verður í Nýheimum og hefst kl. 16. Til umfjöllunar verða ýmsar rannsóknir sem varða ungt fólk á Íslandi og stöðu þess en einnig verður fjallað um félagsvísindalegar rannsóknir sem varða ungt fólk á Hornafirði sérstaklega og stöðu fjölmenningarmála í...
Ný bókunarsíða Ríkis Vatnajökuls
Í ríki Vatnajökuls hefur byggst upp öflug ferðaþjónusta með úrvali afþreyinga, gistinga og veitingastaða og nú er ferðaþjónusta önnur af stærstu atvinnugreinunum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Matvæla-, menningar- og ferðaþjónustuklasinn Ríki Vatnajökuls ehf. er nú kominn á sitt ellefta starfsár og eru hluthafar í kringum áttatíu og má segja að flestir þeirra starfi við afþreyingu, gistingu, veitingaþjónustu og í tengdum...