Aðgerðir sveitarfélagsins
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. apríl aðgerðir til að bregðast við efnahagslegum afleiðingum Covid-19 faraldursins. Um er að ræða fyrstu aðgerðir og verða þær endurskoðaðar reglulega eftir því sem áhrifin skýrast.
Innheimta gjalda
Fyrirtæki sem orðið hafa fyrir verulegum áhrifum vegna Covid-19 geta sótt...
Fenrir Elite- Crossfit
Fenrir Elite er lítil líkamsræktarstöð hér á Höfn í Hornafirði og heldur úti fjölbreytta hóptíma sem byggir á aðferðafræði CrossFit‘s. Fenrir Elite byrjaði starfsemi sína vorið 2021 í eins bíla bílskúr við Silfurbraut 5 og er í dag á besta stað í bænum, húsnæði Skinneyjar-Þinganess í engri annarri en gömlu kaffistofunni í...
Rannsókn á þolmörkum Breiðamerkursands
Nýheimar Þekkingarsetur og Náttúrustofa Suðusturlands hafa tekið að sér framkvæmd rannsóknarverkefnis á þolmörkum Breiðamerkursands fyrir Vatnajökulsþjóðgarð. Að verkefninu koma einnig Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði og aðrar fagstofnanir auk sérfræðinga Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna við verkefnið hófst í ágúst 2021 og áætlað er að því ljúki við lok árs 2022.
Markmið þolmarkarannsóknarinnar er að meta ástand svæðisins og gera...
Strandveiðar í stórsókn
Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5.mars sl.á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5.mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Tilgangur félagsins er að standa vörð um og berjast fyrir rétti almennings til handfæraveiða við Íslandsstrendur og koma í veg...
Körfuknattleiksdeild Sindra með mikilvægan sigur
Meistaraflokkur Sindra í körfubolta tók á móti Álftanesi í 1.deild karla í körfubolta föstudaginn 5. febrúar. Leikurinn var jafn og bauð upp á frábæra skemmtun fyrir körfuboltaáhugamenn. Ekki er leyfilegt að hafa áhorfendur á leikjum vegna sóttvarna en þeim er streymt á netinu í samstarfi við FAS og KPMG. Leikurinn var tvíframlengdur og náðu Sindramenn að landa...