Þorvaldur þusar 19.október
Áfengi og frjálshyggja
Einkaleyfi ríkisins til sölu áfengis hefur verið við líði svo lengi sem elstu karlar og kerlingar muna. Í byrjun voru sölustaðir fáir og dreifðir um landið. Þetta var sá tími sem kröfurnar bárust um landið. Þetta fyrirkomulag hafði þá kosti að hægt var að halda uppi flugsamgöngum til flestra flugvalla...
Málfríður malar, 31. ágúst
Í dag ætla ég að kvarta örlítið varðandi vissan hóp opinberra starfsmanna, og annarra. Vitanlega eru ekki allir sem eiga skilið þetta tuð mitt en þeir sem eiga það skilið, virkilega takið það til ykkar og breytið hegðun ykkar. Hópurinn sem um ræðir eru þeir sem til dæmis keyra fyrir félagsþjónustuna á Höfn. Eins og flestir...
Þorvaldur þusar 9.nóvember
Skipulagsmál Hluti 1.
Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til...
Lokaverkefni í sjónlist
Þann 17. febrúar síðastliðinn var sett upp sýning tveggja nemenda við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í sjónlist en verkin voru unnin á síðastliðinni haustönn. Ekki hefur verið stund eða staður til að sýna þessi verk fyrr en núna og verða verkin til sýnis í anddyri bókasafnsins í Menningarmiðstöð Hornafjarðar í Nýheimum
Daníel Snær Garðarsson sýnir ljósmyndir af teikniæfingum en...
Fræðsluferð umhverfis Hornafjarðar til Kaupmannahafnar
Unga kynslóðin, sú miðaldra og kynslóðin sem er hokin af reynslu og hefur reynt tímana tvenna lagði af stað í langferð til Danmerkur í fræðsluferð í nóvember síðastliðnum. Samsetning hópsins var engin tilviljun. Hópurinn átti að endurspegla breiðan hóp íbúa í sveitarfélaginu Hornafirði svo að reynsla ferðarinnar myndi skila sér sem víðast eftir að heim væri komið....