Þorvaldur þusar 9.nóvember

0
273

Skipulagsmál Hluti 1.

 Í næstu pistlum ætla ég að þusa vítt og breitt um skipulagsmál í Hornafirði. Skortur á byggingarhæfum lóðum hefur lengi verið viðvarandi í þéttbýlinu á Höfn. Þessi skortur hefur mjög líklega haft áhrif á þróun byggðar einkum og sér í lagi á seinni árum. Vissulega hafa verið gerðar tilraunir til skipulags til lengri tíma. Má þar nefna Júllatúnið. Það er hins vegar skipulegt slys. Byggingarmagnið allt of mikið og byggðin þar af leiðandi allt og þétt. Kveður svo rammt að þessu að ef einn leysir vind þá hrekkur einhver upp í næsta húsi. Sennilega hefði einnig átt að skoða hvort þessi byggð hefði ekki átt að vera lágreistari. Einnig má benda á að gatnakerfið er stórlega undarlegt svo ekki sé meira sagt. Næsta stórverkefni var Leiran. Nú er það svæði nánast fullbyggt. Þar vil ég benda á að þar er verið að tefla saman blokkum og einbýlishúsum og er það á kostnað einbýlishúsanna. Enda ef hverfið er skoðað þá má sjá hvernig íbúar hafa reynt að skerma sig af vegna þess að útsýnið af efri hæðum blokkanna er beint inn um gluggana á einbýlishúsunum. Það er skoðum mín að hægt hefði verið að koma þessu betur fyrir. Í næsta pistli ætla ég að fjalla um þéttbýli byggðar og stöðu skipulagsmála í þéttbýlinu á Höfn. Þar er ýmislegt undarlegt að gerast eða gerist ef til vill lítið og ofur hægt. Með góðum kveðjum Þorvaldur þusari