Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar

0
1698

Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar 10 ferðir.
Ferðirnar tókust allar mjög vel og vorum við mjög heppin með veður í sumar. Börnin stóðu sig öll með prýði og hafa greinilega áhuga á umhverfi sínu.
Við skoðuðum nærumhverfið og fræddumst um náttúruna, fórum í bátsferð út í Mikley, veiðiferð í Þveitina, slökuðum á í pottunum í Hoffelli og heimsóttum Brunnhól þar sem við skoðuðum fjósið og brögðuðum á heimagerðum ís. Björn G. Arnarson sagði snilldarlega frá fuglum og lífsháttum þeirra í Óslandinu og Helga Árnadóttir kenndi okkur um plönturnar þar í kring, saman tókst þeim að gera alla mjög áhugasama. Steinunn Hödd starfsmaður Vatnajökulsþjóðgarðs fór með okkur í ferð um þjóðgarðinn og sýndi áhugasömum börnum lífríkið í nágrenni Hoffellsjökuls. Lúruveiðin með Jóni Þorbirni var vinsæl að vanda og voru farnar 2 ferðir þann daginn. Ágætis afli var í báðum ferðunum. Óvissuferðin tókst mjög vel þar sem farið var áleiðis að Heinabergi og gengið að brúnni sem byggð var yfir Heinabergsvötn á sínum tíma, en eins og flestir vita færði áin sig fljótlega og stendur brúin því enn yfir þurri jörð. Þegar þar var komið voru grillaðar pylsur og sykurpúðar, og náttúru og útiveru notið í góðu veðri.
IMG_2452
Starfsfólk Menningar­miðstöðvarinnar þakkar öllum þeim sem tóku þátt í ferðunum og öllum þeim sem lögðu lið. Svona starf getur ekki gengið nema með velvilja samfélagsins og hans njótum við svo sannarlega
Sérstakar þakkir fá:
Fallastakkur ehf.,
Björn Arnarson,
Helga Árnadóttir,
Bryndís Hólmarsdóttir,
Steinunn Hödd Harðardóttir,
Jón Þorbjörn Ágústsson,
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, starfsmenn Hafnarinnar og bílstjórar.
Hlökkum til að sjá sem flesta með okkur á næsta ári.
Starfsfólk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar.
Fleiri myndir frá barnastarfinu eru á www.hornafjordur.is