Leir í sveit – Keramiknámskeið í Öræfum
Keramiknámskeiðið Leir í sveit var haldið í Svínafelli í Öræfum í júlí þar sem leirkerasmiðurinn Antonía Bergþórsdóttir kenndi þátttakendum bæði að handmóta og renna muni úr leir. Á námskeiðinu voru gerðar tilraunir með að nota jökulleir úr Svínafellsjökli og önnur jarðefni af svæðinu eins og vikur og sand bæði til að móta úr og skreyta með. Jökulleirinn...
Fjölmenni á Góðgerðarkvöldi í Sindrabæ!
Á laugardagskvöldið s.l. var haldið góðgerðarkvöld í Sindrabæ til styrktar Krabbameinsfélagi Suðausturlands. Samnefnari þeirra sem fram komu á kvöldinu, var sá, að með einum eða öðrum hætti höfðu þeir stigið á svið með Hauki Þorvalds en hann var einmitt 80 ára þetta kvöld. Alls komu fimm hljómsveitir fram: EKRUBANDIÐ-RINGULREIÐ-STRÁKARNIR HENNAR STÍNU-BORGARARNIR-HLJÓMSVEIT HAUKS HELGA. Auk þeirra flutti Þorvaldur...
Vinnusmiðja á vegum Svavarssafns
Í síðustu viku komu í sveitarfélagið þrír listamenn sem gestakennarar á vegum Svavarssafns og Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Þær Hanna Dís Whitehead, Guðlaug Mía Eyþórsdóttir og Steinunn Önnudóttir, sem eru vel þekktar í listaheiminum og hafa fengið m.a. tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna auk þess sem Steinunn hlaut styrk Svavars og Ástu árið 2019 fyrir upprennandi listmenn. Árið 2022 unnu...
Jöklamælingar FAS í þrjátíu ár
Hátt á annað þúsund nemendur hafa farið í jöklamælingaferð á síðustu þremur áratugum Í október 1990 birtist grein í Eystrahorni þar sem sagt er frá því að Framhaldsskólinn í Nesjum, eins og skólinn var kallaður þá, hafi verið beðinn um að sjá um mælingar á þremur skriðjöklum við Hornafjörð og á Mýrum. Mælingarnar voru í tengslum...
“Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf”
Það hefur væntalega ekki farið framhjá fólki að viðhald Hafnarkirkju hefur verið ábótavant um tíma en nauðsynlegu viðhaldi utanhúss er nú lokið að sinni. Jafnframt hefur tilfallandi viðhaldsverkefnum verið sinnt ásamt því að bætt var við upptöku- og útsendingatækin.
Kostnaður vegna þessa hleypur á milljónum eða yfir fjórar milljónir króna. Þótt tekist hafi að fá einstaka styrki sem...