Stafafellskirkja – hið fegursta hús
Í ár eru liðin 150 ár frá því að núverandi kirkja í Stafafelli var vígð. Áður var þar torfkirkja en Stefán Jónsson frá Hlíð segir svo frá; „Eftir kristnitökuna mun kirkja hafa verið sett á Stafafelli ekki löngu síðar. Kirkjan var helguð Maríu mey, því kölluð Maríukirkja. Fyrstu heimildir um kirkjuna eru frá 1201, þá syngur Guðmundur biskup góði...
Vatnajökull Dekk verður til
Þann 8. júní urðu eigendaskipti á dekkjaverkstæði Vatnajökull Travel þegar Guðbrandur Jóhannsson, sem verið hefur með rekstur í Bugðuleiru 2 í 15 ár, afhenti Sölva Þór Sigurðarsyni lyklana að húsnæðinu. Sölvi Þór tekur við húsnæðinu og rekstri dekkjaverkstæðisins sem nú verður rekið undir nafninu Vatnajökull Dekk. Fyrirtækið mun sinna dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir ökutækja og bjóða...
Jólakveðja frá félagi eldri hornfirðinga
Kæru félagar, um leið og við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls nýárs viljum við þakka góðar stundir á árinu. Starfsemin hefur verið blómleg í ár t.d. þorrablót, farið í frábæra ferð á Mýrarnar í vor og nýlega var velheppnuð jólasamvera á “Heppu” hvar mættu 103 félagar. Við viljum líka þakka þeim sem komið hafa að starfinu...
Barnastarf Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar
Hefð er fyrir því að Menningarmiðstöð Hornafjarðar standi fyrir fræðslu og skemmtiferðum fyrir börn frá sjö ára aldri. Í sumar var þar engin breyting á og voru farnar tíu ferðir, tvær þeirra voru farnar í samstarfi við leikjanámskeið Sindra og gekk það vonum framar og mættu þá um 60 börn í ferðirnar, annars eru vanalega um 15...
Hepputorg tekur á sig mynd !
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Heppunni að undanförnu en þar er verið að breyta gamla sláturhúsinu í fjölþætt atvinnuhúsnæði sem óðum er að taka á sig mynd. Þau sem standa að framkvæmdunum eru þau sömu sem eiga og reka Mjólkurstöðina þ.e. þau Elínborg Ólafsdóttir, Elvar Örn Unnsteinsson, Íris Dóra Unnsteinsdóttir og Hilmar Stefánsson. Framkvæmdir hófust...